Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 3
Æ G I R. 79 með mjög brattri brún niður að úthafs- hyldýpinu (sjá kortið). Straumar. Jan Mayen er a 1 v e g u m - flotin af ísköldum sjó, ishafsstraum- unum, en straumarnir og stefnur þeirra eru lílið ransakað. Á milli Jan Mayen og íslands liggja þeir víst yfirleitt frá N. til S. eða SA. Pó eru á sumrin ýmsir hring- straumar eða óregla á straumastefnunni á bankanum. Hitinn í sjóuum er eðlilega lítill. Við hotn, jafnvel þegar á 20 fðm., er liitinn nærri 0°, og minni þar sem dýpra er. Á veturna er hitinn að líkindum svipaður við yfirborð og hotn, en á sumrin hitna efstu lög sjávarins svo mikið, að hitinn getur orðið 3—4° C., en kólnar fljótt þegar nið- ur kemur. Meðalhiti í yfirborði fyrir alt árið er talinn 0,0°, í mars -j- 1,0°--:-2,0°, í ágúst -(- 2,8°. Botnhiti á 100 fðm. er -P 0,3°—■- 1,6°. — Á eítirfylgjandi dæmum má sjá, hvernig hitinn breytist eftir því sem dýpra kemur niður. 1. ágúst 1877 var mælt á »Vöringen«: I yfirborði 3,5° á 10 fðm. 3,2° - 20 — 0,34° - 30 — 0,7° - 70 — 23. júlí 1896 var mælt á »Ingolf«: í yfirborði 4,0° á 50 fðm. 0,3° á 20 fðm. 0,0° - 100 — 0,5° - 40 — 0,1° - 200 — 0,1° 0,6° 0,65° á 40 fðm. - 50 — - 60 — 0,65° 0,6° og á öðrum stað sama dag 2,3° í yfirborði og 0,1° á 86 fðm. Þessi hiti helst að lík- indum fram í september, en dæmin sýna, að hitinn er þegar kominn niður að 0° á tvílugu dýpi. Það er með öðrum orðum sagt, að við eyna er r e g 1 u 1 e g u r í s - hafssjór, sem hitnar lítið eitt við yfir- borð á sumrin, en þó eigi eins mikið og sjór hjer við Auslurland. Ha/is er að jafnaði all í kringum eyjuna á útmánuðum, en þegar kemur fram í maí, er hann oft horfinn; stundum umkringir hann hana þó í júní og gelur verið alt fram í júlí, en það er víst sjaldan. Stund- um er jafnvel íslaust í apríl. Þetta sýnir, að það er mjög breytilegt um ísinn, en úr því kemur fram í júií, er vanalega alveg islaust. Á vorin er að líkindum all af skamt veslur að ísröndinni, ef ísinn er ekki við eyjuna sjálfa. Dijralíf. Af reglulegum landdýrum er fátt annað en refar, og kvað vera ekki fátt af þeim. Hvítabirnir koma að líkindum ineð ísnum. Um fugla er það að segja, að æ ð a r f u g 1 kvað vera þar sjaldgæfur, en s t ó r i hvítmáfur algengur, mergð af stuttnefju, teistu og haftirðil og mikil mergð af fýl (fýlung). — Afse/- um er mikið, einkum v ö ð u s e 1 og nokk- uð af b 1 ö ð r u s e 1, og kæpa þeir þar á ísnum á útmánuðum. Af fiskum, sem lifa á grunnsævi, þekkja menn þar ekki annað en fáeinar tegundir einskis nýtra íshafs-fiska, einkum af m a r - li n ú t a -ætt. Jeg býst þó við, að á djúp- sævi (100—300 fðm.) sje hákarl og svarla spraka líkt og við ísland, en úr því að sjórinn er ískaldur, þegar kemur niður fyrir 15—20 fðm., og að eins síðari hlula sumars 3—4° lieitur við yfirborð, þá er þar ekki að búast við öðrum verðmætum fisk- um, eins og t. d. þorski og síld, nema ef til vill óreglulegum hlaupum eftir loðnu eða átu, sem varla mundu hafa neina við- stöðu úr því að alstaðar er ískalt við botn, nema rjett uppi i landsteinum. Suðlægra botnfiska, svo sem skarkola, er ekki von, þar sem eyjan (og bankinn) er umkringd af hyldjúpum, ísköldum sjó, og þannig skilin frá öllum suðlægari (heitari) grunn- um (bönkum). Af því sem sagt er hjer að framan má sjá, að lítil von er um afla og síst stöðug- an afla á Jan Mayen-banka eða við eyj- una, þótt ekki sje örvænt um, að fiskur kynni að fást þar við og við á sumrin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.