Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 5
ÆGIR. 81 Jafnvel þótt þetla verð væri nokkru hærra en árið fyrir, var það þó ekki nægilegt fyrir útgerðarmenn, sem varla fengu neitt upp úr krafsinu vegna dýr- leika útbúnaðar og vista og aukinna krafa skipshafnanna. Hluttaka Dunkerque í ís- landsveiðum er því í afturför. Skipatalan var árið 1906 56, 1907 45, 1908 37, 1909 32, 1910 33 og 1911 25. í ár er talan í niesta lagi 24. Að hrapið er ekki enn óðara, kemur af því að þessi seglskip eru of smá til þess að hægt sje að nota þau til nokkurs annars. Gravelines: Þar heflr þátttakan í Is- landsveiðunum aukist. 40 seglskip, sam- tals 2286 tonn, með 520 manna skipshöfn, komu með frá íslandi árið 1911 1,423,216 kíló af þorsld, 61,248 kíló af þorskalýsi, 32,430 kíló af þorskahrognum og 125,994 kíló af öðrum þorsk-afurðum. Fiskiveið- arnar höfðu gengið mun betur en árið á undan. í ár er fiskiflotinn lijer um bil álíka stór. Árið 1911 var fengur Grave- lines 500 þús. kíló meiri en 1910, en þar er með reiknuð veiðin í Norðursjónum. Boulogne: Hinir stóru botnvörpungar frá Boulogne hafa liaft mjög mikinn alla við ísland á tímabilinu frá 15. mars lil 15. maí. Eftir þennan tíma var fiskileysi við Vesturlandið, að líkindum vegna hins mikla sjávarhita þar. Fécamp: Árið 1911 fiskuðu þaðan 4 botnvörpungar. Af 26 seglskipum frá ýmsum bæjum voru llult til Fecamp 2,378,000 kíló af fiski. Meðalverðið var 33 franlcar fyrir hver 55 kíló (en 30 fr. árið 1910). Taflan sýnir þann feng, sem botnvörpungarnir frá Fecamp hafa fengið á árunum 1905—1910. í ár eru frá Féeamp 4 botnvörpungar og 1 seglskip. Á r Tala boln- vörpunga Afli i kílóum 1905 1 230,670 1906 4 578,555 1907 6 1,171,070 1908 6 960,082 1909 5 847,485 1910 4 1,284,870 Paimpol: íslandsveiðarnar voru góðar. Fiskimenn græddu að meðaltali 700—750 franka fyrir utan sitt fasta kaup, 200—500 franka. Arcachon: Árangur íslandsveiðanna 1911 sagður mjög viðunandi. Verðið á fiskinum var liált. (Fiskeis G»og.) Hrólfur Jakobsson, sá sem getið er um í greininni um Jan Mayen, var eílaust kunnur mörgum al' les- endum »Ægis«. Hann var fyrir margra hluta sakir einn af liinum merkuslu af yngri fiskimönnum vorum. Hann var ælt- aður frá Illugastöðum á Vatnsnesi, og vand- ist þegar á unga aldri sjómensku og fiski- veiðum þar heima og varð brátl formaður, enda þótt það sje ekki vandalaust eða hættulaust starf á þeim slóðum, því að leiðir eru hættulegar og vandrataðar og langt að sækja sjó þar nyrðra. Brátt kom þó að þvi, að Hrólfur sál. hætli að una heima, og langaði til að sjá heiminn og læra lleiri fiskiaðferðir, en þær er hann hafði kynst heima. Gekk liann á stýrimannaskólann í Reykjavík og var á þilskipum vestra. Fór hann svo ulan nokkru eftir aldamót og ferðaðist víða um lönd t. d. Norður-Ameríku og Noreg, eins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.