Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1912, Blaðsíða 6
82 ÆGIR. og liann hefir skj'rt frá í Isafold, eftir að hann kom lieim úr ferðinni. Eftir heimkomu sína dvaldi hann um hríð í Reykjavík, byrjaði þar á fiskverslun, o: faslri verslun með nýjan fisk, en það hafði enginn gert áður. Til þess að eíla þessa verslun íór hann, þó fjelítill væri, að gera út mótorbát, sem þá var lílið reynt hjer syðra, og síðar fjekk hann sjer í fje- lagi með nokkrum öðrum mönnum stóran mólorbát, og var sjálfur með hann. Tók liann upp þá nýjung, að leggja þorskanet langt úti á rúmsjó og lánaðist vel, en því miður reyndist báturinn illa og bakaði eig'- endunum og ekki síst Hrólfi slórljón. Varð hann að hætla við þessa útgerð og fluttist svo til ísafjarðar og stundaði þar róðra annað veifið. Haustið 1910, liið sama og liann var að liugsa um Jan Mayen-ferðina, stundaði hann sjó á litlum mótorbát. í desbr. reri hann sem oftar, en kom aldrei aftur, og hefir ekkert spurst til hans nje fjelaga hans síðan. I Hrólfi sál. var hin mesta eftirsjá; hann var gáfaður maður með opin augu fyrir allskonar þarflegum nýjungum og ótrauð- ur á að brjóta ísinn; hann hugsaði sjálf- sagt minna um sína hagsmuni, en að ryðja öðrum braut. Þesskonar menn fá oft ekki önnur laun, en að vera taldir hugarburð- armenn af þeim sem gætnari eru og kunna betur að forðast blindskerin í liagsmuna- legu tillili. Jeg efast ekki um, að Ilrólfur hefði byrjað á ýmsu þarflegu, ef honum liefði orðið lengra lífs auðið — hann drukn- aði tæpl. þrítugur. Að líkindum hefði hann ráðist í ferðina til Jan Mayen vorið 1911, því að sú ferð var rík í huga hans. Hann endaði brjef sitt til mín um hana á þessa leið: »PeningaIeysi hvað útbúnað snertir gæti lielst tept för mína; því það skal nokkuð til að kaupa allan útbúnað og útgerð og borga út í hönd; jeg býst ekki við, að kaupmenn vilji lána íshafs- selfangara fyrst til að byrja með; þeir hugsa máske að hann sjáist ekki aftur«. Jeg sá eftir Hrólfi sál.; jeg var honum dálitið kunnugur og fjell svo velviðliann; hann var lipurmenni og snyrtimenni og svo áhugamikill um all það, er mátti vera íslenskum fiskiveiðum til framfara og þrifa, og hver veit, ef honum hefði enst aldur til, nema hann hefði getað rutt íslendingum braut inn i Íshafið, sem er oss svo nærri, en þó svo ókunnugt, en hefur orðið frænd- þjóðum vorum, ekki síst Norðmönnum, góður skóli í karlmensku og vegur lil fjár og frama. B. Sœm. Frakkar hafa lengi verðlaunað sjávarúl- veg sinn, og í fyrra voru samin og slað- fest lög til þess að koma betra sldpulagi á þessi verðlaun. lJau eru einkum gerð lil þess að hvetja útgerðirnar til þess að slá ekki slöku við hinn fjarlægari útveg, bæði hjer við land og við Newfoundland, Færeyjar, Doggerbanks í Norðursjónum og vesturslrönd Afríku. Verðlaunin eru tvennskonar, önnur fyrir mannaflann á skipunum og' hin fyrir veið- ina sjálfa. Fyrir hvern mann skipshafnarinnar eru verðlaun, frá 15 frönkum upp i 50, eftir því hvert haldið er út. Minst fá þau skipin, sem veiða á Doggerbanks, 15 fr. þar næst þau, sem fiska við Færeyjar, Afríku og Newfoundland, 30 fr. á mann, sem þó getur hækkað upp i 50, ef fiskur- inn er þurkaður á staðnum. Þau, sem fiska hjer við ísland, fá 50 fr. á mann. Auðvilað eru þessi verðlaun margvísleg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.