Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 2

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 2
86 ÆGIR eða mjótt, og af því má ráða nokkuð um ferðir síldarinnar, eí menn vita hvar hún gýtur. Eins má á þennan hátt sjá, af hvaða árgangi er mest í veiddri síld og af því aftur ráða, hvaða ár sjerlega mikið hefur klakist út af henni. Gotmerki, líkt og á laxhreistri, er ekki á hreistri síldarinnar, fremur en á hreistri annara sjófiska, sem rannsakaðir hafa verið. Jeg hefi á undanförnum árum oft athugað síld, en það hefir einkum verið til þess, að reyna að fá að vita ýmislegt um lífshætti hennar, t. d. hvar dvalarstaðir hennar væru á ýmsum tímum ársins, og á ýmsu aldurs- skeiði, hvar og hvenær hún gyti, hvort hún mundi öll vera sams konar síld, en ekki ólík afbrigði (kyn, racer), og hefi jeg skýrt frá sumu af því áður. En aldursákvarðanir á síld fór jeg fyrst að gera árið 1908, m. ö. o., eftir að jeg kyntist rannsóknum Norðmanna, en fyrsta skýrsla frá þeirra hendi kom út árið áður; hefi jeg síðan safnað nokkru af síld frá ýmsum stöðum og af ýmissi stærð, til þess að finna aldur hennar og stærðar- hlutföll á ýmsum aldri, en því miður eigi eins miklu og jeg hefði óskað. Jeg var líka svo óheppinn, að hafa fargað flestu af þeirri síld, er jeg áður hafði haft til annara rann- sókna, án þess að taka af henni hreistur til aldursákvörðunar, af þeirri einföldu ástæðu, að þá var þessi aðferð óþekt. Enda þótt jeg skoði þetta eigi annað en byrjun, sem jeg mun reyna að halda áfram, eftir því sem mjer vinst tími til, þá álít jeg að hjer sje um svo merkilegan þekkingar- auka að ræða fyrir almenning, að jeg tel rjettast að birta hið helsta, sem jeg hefi fengið að vita. Yið þetta bætist svo, að Norðmenn söfnuðu hjer miklum gögnum til sams konar rannsókna frá Faxaflóa, Vestfjörðum og Norð- urlandi sumurin 1908 og 1909, án þess þó að jeg vissi neitt um það fyr en jeg fjekk skýrslu um það 1911. Jeg mun síðar skýra nokkuð nánara frá því, hvað þessar rann- sóknir Norðmanna hafa leitt í Ijós viðvíkj- andi íslenskri síld, og mun það sjást, að það er besta samræmi milli þess, sem þær leiða í Ijós, og þess, sem jeg hefi orðið vísari, enda þótt engin samvinna væri þar á milli. Vanalega hefur mjer veitt auðvelt að ákveða, aldurinn; þó hafa vetrarlínurnar stundum verið svo daufar, að erfitt hefur verið að greina þær. Stærðartakmörkin milli fyrsta- sumar-hreisturs á vorgotinni síld og fyrsta- sumar-hreisturs á sumargotinni síld eru ekki vel glögg, þegar hið fyrnefnda verður stórt og hið síðarnefnda litið, og þá getur aldurs- ákvörðunin stundum skakkað einu ári. Þess konar hefur ef til vill komið fyrir hjá mjer. Jeg byrjaði aðallega á þessum hreistur- rannsóknum sumarið 1911 og hefi fengist við þær öðru hvoru síðan. Jeg hefi rannsakað nálega 300 síldir á allri stærð, frá smæðstu seiðum, sem farin er að fá hreistur (4 cm.), og upp í stærstu síldir, sem hjer sjást (37 cm.), og kom það í Ijós, eins og vænta mátti, að aldurinn er æði mis- jafn og yfirleitt því hærri sem síldin er stærri, eu langt frá þó svo, að stærri síldin sje ávalt eldri, því að oft eru jafnstórar sildir misgamlar, einkum þegar um eldri síld er að ræða. Þó að gögnin sjeu ekki meiri en þetta, þá má þó fá margvíslegan fróðleik af þeim og draga af þeim ýmsar merkilegar ályktanir. Fyrst er að athuga hlutfallið milli stærðar fiskanna og aldurs, og sjest það glöggast af eftirfylgjandi yfirliti: Stæröarflokkar Aldurs- flokkar Tala fisk- anna Lengd- in i cm. Tíðasta lengd Seiði og stnásíld / á 1. ári 60 4—n 5—6 (Kópsíld) t veturgamlar 60 8—18 10—16 í tvævetrar 26 15—24 15—18 miðlungs-sild... .< þrevetrar 28 20-30 24-28 1 4 vetra 15 23—32 25—31 5 vetra 3 31—33 31—33 6 vetra 15+ ? 30—34 32-34 7 vetra 27+? 30—36 32—36 stórsíld (hafsíld). 8 vetra 12 34—36 34—35 9 vetra 17 34—37 35—37 10 vetra 4 34—36 34—36 11 vetra 8 34—37 36-37 12 vetra 2 35—37 35—37 13 votra 4 34—39 34-39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.