Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 4
88
ÆGIR
er hefir verið mæld (það var gert á „Thor“
við Norðurland), var 40 cm., og er það meiri
stærð en dæmi ern til um síld annarsstaðar.
Ýmsan annan fróðleik má fá viðvíkjandi
lífl síldarinnar úr þessum athugunum mín-
um, en jeg læt þetta nægja að svo stöddu.
Jeg ætla þó að bæta því við, að það má lesa
allmargt á einu hreisturblaði af síld. Jeg
fann t. d. dálítið af hreistri af síld, er veiðst
hafði í Grindavík í byrjun ágúst 1910, í bát,
sem síldin var veidd á; sást það á hreistrinu,
að síld þessi hafði verið vorgotin og 5—6
vetra og, eftir aldrinum að dæma, hefir hún
þá verið 30—33 cm. löng, enda sögðu menn
þar, að það hefði verið „stór millisíld", og
stóð það nokkurn veginn heima.
^amgöngur.
Alþingi heflr nú til meðferðar samgöngu-
málið sem oftar, því að enga eðlilega eða
sæmilega lausn hefir landið fengið á því máli;
heflr einlægt orðið þar undir högg að sækja.
Ágætt erindi flutti Björn bankastjóri Krist-
jánsson í því máli í þinginu 9. júlí. Sýnir
það glögglega eymdar- og undirlægjuskap
okkar í samgöngumálinu og á hinn bóginn
stórbokkaskap þess aðalfjelags, sem við höf-
um neyðst til að skifta mest við.
Auðvitað höfum við lengst af látið okkur
nægja að víta þetta danska fjelag fyrir fram-
komu sína gagnvart okkur, og að það heflr
notað sjer neyð okkar einlægt, þegar það hefir
getað. En þetta er í raun og veru samt
ómannlegt. Við eigum aldrei að biðjast
neinnar vægðar, þar sem um frjáls viðskifti
er að ræða.
í frjálsum viðskiftum eigum við algerlega
undir okkur sjálfum hvernig fer. Það banna
okkur engin lög að vinna þar verk okkar
sjálflr, og það leiðir svo sem af sjálfu sjer,
að ef við skenkjum þar öðrum öll ráð og
meðferð, þá getum við engrar vægðar kraf-
ist lengur.
Spurningin um það, hvort Samein. fólag-
ið hafi farist við okkur mannúðlega eða
hitt, á alls ekki að koma í neins manns hug,
því að þar gildir ekkert annað en það, hvort
fjeiaginu hafi farift skynsamlega eða ekki, og
um slíkt á það einvörðungu við sjálft sig.
Svo skynsamlega hefði fjelagið sjálfsagt
getað breytt við okkur út frá sínu sjónar-
miði, að okkur hefði dottið seint í hug að
hefjast sjálflr handa. Yfirieitt geta menn
verið undir svo nákvæmri og góðri stjórn, að
menn þurfl lítið eða ekkert á eigin sjálfstæði
eða gáfur að reyna. En lítil þróun er í
slíku og harkan og óvægnin því oft eins nyt-
samleg og vægðin og eftirlátssemin.
Þess er líka að minnast, að Sameinaða
fjelagið er livorki orðið til nje lifir að eins
sjer til gamans. Það hefir oft staðið í ströngu
og átt í vök að verjast. Og mannsverk hefir
það verið, að stjórna því og koma því heilu
og höldnu yfir á þennan dag: Enda hefir það
ekki eingöngu beitt óskynsamlegum meðulum.
Venjulega hefir meðferð á vörum og aígreiðsla
þótt þar fremur áreiðanleg, og eins rekstur
útgerðarinnar í heild sinni, og væri okkur
nær að iæra af slíku, en að víta fjelagið út
í bláinn fyrir alt. — Annað mál er hitt, að
það ætti nú að vera búið að ala okkur svo
vel upp, að við þyrftum aldrei að leita á þess
náðir oftar.
Væri vel ef þetta þing bæri nú gæfu til að
binda einhvern sæmilegan enda á allar þær
undirbúningsathafnir sem þurfa til þess að
heita megi að nú höfum við tekið samgöng-
ur okkar að minsta kosti innanlands í eigin
hendur.
Járnbrautarmálið telja margir að vísu
mesta atriðið í innanlandssamgöngunum og
og skal því ekki neitað að svo er það í viss-
um skilningi. En sjálfsagt er á þessu þingi
að hugsa eingöngu um samgöugur á sjó,