Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 5
ÆGIR 89 því að járnbrautarmálið er ekki svo undirbú- ið að við getum ráðið neinu um það í hverra höndum það lendir. — Hingað til höfum við ekki haft nema einn stað að fara í, eftir peningum og öðru sem okkur hefur vantað, það land í ölium heim- inum þar sem trúin á okkur er minst. — Væri nú ekki reynandi að fara að leita eftir peningum á vesturveg? Þar eru margir landar vorir sem náð hafa góðu áliti. Mikið má það vera ef ekki væri hægt að fá tiiboð þaðan um iagningu járnbrautar og nóg fje. — Að láta Dani fara að reka hjer járnbraut með leigðri hjerlendri leppsstjórn, það nær ekki nokkurri átt! — Yfir höfuð biðjum við þá ekki bónar fyr en afstaða ríkjanna er sæmilega fast ákveðin. — Þann sóma okkar ættum við að sjá! Sú pólitík er ærið torskilin að vera að breka um sjálfstæðisviðurkenningu hjá Ðönum og sýna þó aldrei !it á öðru en því að maður vilji gefa þeim á sjer öll þau tök sem þeir bara vilja skítnýta! — Frá JJana sjónarmiði er slík sjálfstæðisbar- átta hlægileg. Frá okkar sjónarmiði er hún grátleg og meira en það. V edurskeyti. Ein framförin sem fylgdi símanum, var sú, að nú fáum við veðurskeyti frá ýmsum stöð- um landsins. En allmikið vantar þó á, að þessi kostur komi að nægilegum notum. Yeðurathuganir þær, er símamenn gera hjer, eru því sem næst eingöngu gerðar fyrir út- lendinga, enda kunna þeir betur að meta veðurfrjettir en við. Veðurathuganir eru gerð- ar hjer á landi 3 sinnum á dag og sendar út með símanum daglega, en við sjálfir fáum ekki að vita um nema þær, sem gerðar eru kl. 6 á morgnana; öðrum athugunum er ekki slegið upp hjer heima. Sje maður aftur á móti niðri í Kaupmannahöfn, þá er maður mun fróðari um veðrið hjer heima; því er siegið þar upp tvisvar á dag. f Þórshöfn á Færeyjum eru líka miklu fullkomnari veður- skeyti. Þar fá menn að sjá daglega hvernig veðurlag er á íslandi, Færeyjum, Englandi, Noregi og í Danmörku. „Veðurlagið er lítt útreiknanlegt", er orðtak manna. En þó má oft fara mjög nærri um komandi veðurbreytingar, einkum þær stærri, ef nógu fullkomin veðurskeyti eru til þess að haida sjer við. Sjerstaklega er oft hægt að sjá fyrir storm. Þess vegna hafa veðurfræð- isstofnanir í öllum siðuðum löndum svokall- aðar stormmerkisstöðvar hingað og þangað með ströndum fram. Þegar stormhætta kemur, þá er þegar í stað símað til þessara stöðva og þær setja upp stormmerki til at- hugunar fyrir sjómenn. Hefir þetta mörgu mannslífinu bjargað. Auðvitað leiðir storm- inn oft hjá, sem kallað er; hann getur tak- markað sig við mjög lítið svæði og ferðast, um eins og hvirfilbylir gera. Það sem mest er að marka í veðurskýrsl- unum, er loftþyngdarmælirinn, því að hreyf- ingar hans á ýmsum stöðum sýna best hvort jafnvægi er í loftinu eða ekki. Snöggar breyt- ingar á loftþyngdarmæiinum hafa líka venju- lega veðurbrigði í för með sjer. Þess vegna er t. d. einlægt símað hjeðan til útlanda, ef mælirinn fellur snögglega 10 miliimetra eða meira einhversstaðar hjer á landi. En við sjálfir fáum venjulega engar slíkar fregnir. Þó mun það hafa komið fyrir, að stormhætta hefir verið símuð hingað frá Kaupmannahöfn. En þá vantar stormmerkin, til þess að gera slíkt kunnugt. Þetta mál ætti stjórn og þing að taka til meðferðar sem allra fyrst, útvega fullkomnari veðurskeyti og setja upp stormstöðvar, þar sem því verður komið við. Fullkomið lag kemst að vísu ekki á þetta hjer fyr en reglu- leg veðurfræðisstöð yrði sett á stofn. Svo

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.