Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 6
90 ÆGIR vantar líka einn verulegan lið, sem væri okk- ur mjög nauðsynlegur, og það er veðurskeyti frá, Grænlandi, sem þó er ekki víst að verði svo langt að bíða eftir, ef eitthvað verður úr þessum loftskeytastöðvum, sem verið er að tala um að koma þar upp. Enn sem komið er má því segja, að þessi veðurskeyti okkar sjeu meira til gamans en gagns. Því að eins og fyr er drepið á, þá sjest síður hreifingin í veðrinu við það, að líta á þessi morgunskeyti. Að vísu er ætl- ast til að hægt sje einlægt að bera hverja skýrslu saman við daginn á undan, og þess vegna eru einatt tvær dagskýrslur til sýnis í einu. En þessari reglu er þó ekki fylgt nema af handaj hófl hjer í Rvik og síðustu dagsskýrslu oft dembt ofan á skýrslu dagsins á undan. Sú breyting og endurbót sem strax ætti að komast á, er sú, að slá upp skýrslum tvisvar á dag, t. d. morgunskýrsiunum eins og nú á sjer stað, og svo þeim athugunum, sem tekn- ar eru kl. 1 á daginn. Jafnvel þótt þessar skýrslur sjeu ekki til annars en gamans, þá er þó sannarlega meira gaman að vita hvernig veðrið er rjett eftir hádegið, daginn sem er að líða, heldur en hvernig það hefir verið fyrir almennan fótaferðatíma. Allir vita að dagsins veður er sjaldan orðið ákveðið kl. 6 að morgni. Að menn eru ekki orðnir leiknir í því, að ráða mikið af þessum veðurskeytum okkar, er ekki svo undarlegt, sjerstaklega á meðan þau eru svona strjál. Þó má taka eftir viss- um dráttum, sem eru harla óbrigðulir. Skal sjerstaklega nefna loftþyngdina í Færeyjum. Afstaða loftþyngdarmælisins þar við mæliiinn hjer á íslandi stendur í allföstu samræmi við hinar tvær aðal veðuráttir okkar, norðrið og suðrið. — Þegar sunnanáttin er sú ráðandi, eins og t. d. nú í sumar, þá stendur loft- þyngdarmælirinn í Færeyjum einlægt hærra en hjer á íslandi, og því meiri sem munur- inn er, því sterkari er áttin venjulega. Lendi Þórshafnarmælirinn fyrir alvöru niður fyrir okkar loftmælir, þá skiftir um átt og norðan- áttin verður ofan á. Austan og norðan á landinu heilsa menn því með ánægju, þegar Þórshafnarmæiirinn er kominn upp fyrir okkar loftþyngdarmælir, en hjer suðvestanlands eru menn ekki eins hrifnir af því. Af þessu sjest meðal annars, að meira er að marka fyrir veðurlag okkar loftþyngdina í kring um okkur en okkar eigin loftþyngdar- mæla, og er því nauðsynlegt að fá veður- skeyti frá næstu löndum, t. d. Skotlandi og Noregi, einu sinni á dag fyrst um sinn. Ættu þau að standa á síðara veðuruppslaginu fyrir daginn. — Mjög dýrt ætti það ekki að vera að fá þessar skýrslur, því að þær eru send- ar daglega til Færeyja hvort sem er, og er ekkert likara en að Seyðisfjarðarstöðin gæti verið í sambandinu um leið og Þórshöfn, þannig, að báðar stöðvarnar fengju skeytin í einu. — En hvað sem þessu líður, þá ætti að sýna veðurskeytunum meiri rækt en hingað til. Þau eru í raun og veru of mikil hlunnindi til þess að ekki sje reynt að gera sjer það gagn af þeim sem hægt er með litlum til- kostnaði. Heima. Eimskipafjelagið. Smátt og smátt vænkast ráðið með það, og nú vantar aðeins einn fjórða fjár þess, er um var beðið í hlutaútboðinu. Þykir því örugt að fjelagið muni nú komast á stofn, með því að Alþing virðist líka ætla að verða mjög velviljað. Þrír Vesturíslendingar hafa nú þegar hlaupið undir bagga með sínar 10 þús- undirnar hver og er von um meira úr þeirri átt, ef með þarf. Munar drjúgt um hvern

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.