Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 3
ÆGIR 87 Af þessu yfirliti sjest þá, eins og þegar var tekið fram, að síldin er yfirleitt því eidri, sem hún er stærri, en með því er óbeinlínis sagt það, sem mun vera títt- um marga fiska, er yfirieitt verða nokkuð langlífir, að þeir vaxa meðan þeir lifa, en — og það sjest einnig á þessu um síidina — að vöxturinn er mjög mismikill á ýmsu aldursskeiði, mjög ör fram- an af, en mjög hægur, þegar fram í sækir, eftir að fiskurinn hefir náð æxlunarþroska. Ef gefa ætti full-ijósa mynd af vexti íslensku síldarinnar, þá þyrfti miklu víðtækari rann- sóknir á síld frá ýmsum stöðum, til þess að byggja á; það þyrfti að vera nokkurn veginn jafnmargt af fiskum á hverju ári, og einkum þyrfti fiskurinn, sjerstaklega yngri „árgang- arnir“, að vera tekinn á sama tíma ársins, t. d. í lok vetrarskeiðsins ár hvert, c: á haustin; en sú síld, sem hjer er um að ræða, er veidd á tímabilinu frá maíbyrjun til októ- berloka, en langflestar í júlí, ágúst og októ- ber. Eins þyrfti að sýna meðalstærð hvers árgangs, en til þess hafði jeg eigi næg gögn og hefi jeg þess í stað sýnt tíðustu stærð á fiskum í hverjum aldursflokki (árgangi). En samt sem áður má fá alljósa hugmynd um vöxt sunnlenskrar síldar af þessu yfirliti. Þannig sjest að vorgotin síld (af sumargot- inni síld hefi jeg ekki haft margar til rann- sóknar) nær 11 cm. (að meðaltali líkl. 8—9 cm.) lengd a 1. ári, og af rannsókna upp- lýsingunum hjer að framan má sjá, að þeirri lengd hefir hún þegar náð í október, o: í ]ok 1. vaxtarskeiðsins (o: c. V2 árs), og þeg- ar í júlílok er hún orðin 5—6 cm. Vetur- gömul síld nær 18 cm. lengd í lok 2. vaxtar- arskeiðsins (c. Ú/a árs), þótt flestar sjeu nokkuð minni (meðaltal líklega 14—15 cm.); og vert er að geta þess, að árs gömul síld er oft ekki stærri í apríl—maí, en V2 árs gömul síld i október, því að á veturna vex hún lítið sem ekkert. Tvævetur sild nær á sama hátt 24 cm. lengd, enda þótt meðaltal- ið verði líklega að mun lægra, og þrevetur síld verður jafnvel 30 cm. löng, meðalstærð að sjálfsögðu töluvert minni; fjögra vetra síld verður ekki mikið stærri, meðaltal lík- lega 27—28 cm. Úr þessu fer stærðamun- urinn á ársflokkunum að verða mjög lítill og oft enginn stærðamunur á fiskum, sem 5—6 ára aldursmunur er á. Síldin er samkvæmt því búin að taka út sinn mesta (o: örasta) vöxt, þegar hún er orðin 4—5 vetra eða 28—30 cm. löng. Jeg hefi áður orðið þess vísari (Skýrsla mín i Andvara 1908, bls. 120), að síldin fer í fyrsta lagi að verða æxlunar- fær, þegar hún er orðin 26 cm. löng en al- ment ekki fyr en hún er orðin 28—30 cm., og sjest þannig, að það fer einmitt að draga úr vextihennar, þegar hún hefir náð þessari stærð; en þar sem hún nú yfirleitt nær þessari stærð, þegar hún er orðin fjögra eða fimm vetra, þá sýnir þetta að hún verður æxlunarfær o: má teljast fullvaxin, þegar hún er orðin fjögra til fimm vetia, og einmitt um sama leyti verður hún það sem menn kalla stórsíld (hafsíld). Ef til vill verða einstöku síldir æxlunarfærar á 4. ári. En hinir alþektu stærðarflokkar s m á s í 1 d (kópsíld), miðlungssíld (millisíld) og s t ó r s í 1 d (hafsíld) síldarinnar eru annars bornir saman við aldurinn, þá sjest það, að smásíld (þar með talin seiðin) er síld á 1. og öðru ári, miðlungssíld fiskur á 3.—5. ári og stórsíld, síld sem er 4 vetra eða eldri. Stór hafsíld er yfirleitt 6—7 vetra eða eldri. Jeg hefi enga síld fundið eldri en 13 vetra, en þó hafa Norðmenn fundið hjer síldir, sem hafa verið eldri, en þó mjög fáar, t. d. eina 16 vetra og aðra 19 vetra, og má því líklega ætla, að aldurinn fari ekki mikið fram úr því, og ef til vill er það óvanalega hár aldur, en 13 vetra síldir líta út fyrir að vera al- gengar; jeg hefi fundið 4, eins og áður er sagt. Hin stærsta þeirra var 39 cm. löng og sömu stærð höfðu hinar umgetnu gömlu síldir náð, og stærri síldir en það hafa þeir ekki fundið hjer; en stærsta sildin, sem hjer

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.