Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 8
92 ÆGIR leiðslu úr smærri lindum, eða eru að bora eftir nýjum. í hjeraðinu upp af lampicó, sem er við ósinn á Panúcó-ánni, eru t. d. um 100 fjelög sem eru að starfa að oiíu- framleiðslu eða borunum. Til þess að sýna vöxt olíuframleiðsiunnar í Mexiko, er sett þessi tafla: Árið 1907 framleiddar 1 milj. tunnur — 1908 ---- 3,5 — — — 1909 ---- 2,5 — -- — 1910---------3,i — — — 1911 —— 11,5 — — Fyrir árið 1912 eru ekki komnar skýrslur, en menn ætla að framleiðslan hafli verið um 20 miljónir tunna. Plestar járnbrautarlestir í Mexico brenna nú olíu í stað kola, og sum skip nota líka olíu á sama hátt, þótt ekki sjeu mótorskip. Þótt þessi framleiðsla sje mikil og sumar lindirnar afar stórar, þá er Mexicoríkið í heild sinni að eins hið þriðja í röðinni með olíu- framleiðslu. Bandaríkin og Rússland framleiða meira enn sem komið er. En fremur kvað olían fara þar minkandi, að minsta kosti í hlutfalli við eftirspurnina, sem er orðin svo geysi mikil á síðustu árum. Hyalfriðun Norðraanna. Stórþingið hefur nú samþykt að framlengja hvalfriðunarlög sín frá 7. jan. 1904 um 10 ár tii. Aðalliðurinn í þeim hijóðar svo: „Það er bannað um 10 ára skeið, að veiða skjóta eða drepa og gera að hval í norsku landhelgi við Nordlands-, Tromsö- og Finn- merkur-ömt, og sömuleiðis að færa hval á land í þessum ömtum. — Þetta bann getur líka eftir nánari úrskurði konungs orðið gild- andi fyrir hina aðra strandlengju landsins, eða parta af henni“. — Með konungsúr- skurði 3. maí þ. á. hefur bannið verið fært út og gert gildandi „fyrst um sinn“ fyrir syðra og nyrðra Bergenhus-amt. Með því að Norðmenn eru þannig að strengja hvalfriðunarlög sín, þá ætti þeim ekki að koma það á óvart, þótt við gerum það sama hjá okkur. Físldinamialiáskóla hafa Banir bygt sjer við Snoghöj á Jót- landi við Litlabelti og verður hann vígður og tekinn til notkunar í haust. Hafa bæjar- stjórnir, hreppstjórnir, ýms fjelög og sjóðir skotið saman í bygginguna og ríkisþingið veitt einhvern styrk að auki. Björgunarbátai’. í Svíþjóð er fjelag, sem gengst fyrir björg- un skipbrotsmanna. Hefur það árið sem ieið komið upp 3 björgunarstöðvum sem kostuðu til samans 70 þús. kr. Eru notaðir vjelbátar af sjerstakri gerð, sem ekki geta sokkið. Skrúfublöðin eru nokkuð inni undir bátnum og gengur kjölurinn undir þau og aftur fyrir til þess að verja þau áföllum. Teikning af þessum bátum er í „Dansk Fiskeritidende" 14. jan. 1913. — Hvað líður björgunarbátn- um, sem verið var að safna til hjer í fyrra? Sæslangan. Á öllum tímum hafa gengið sögur af sæ- slöngum eða sæormum, og hafa margir sjómenn staðhæft að þeir hafi sjeð slíkar skepnur á ýmsum stöðum heimshafanna. Náttúrufræðingar hafa þó aldrei náð tökum á þessum slöngum og flestir munu þeir neita því, að þær sjeu til, og telja þær í flokki ýmsra forynjudýra eins og t. d. Lagarfljóts- orminn og fleiri ófreskjur, sem fólk þykist verða vart við annað veifið í ám og vötnum. Nú hefir The Fishing Trade Gazette það eftir áströlskum blöðum, að farþegarnir á skipi, sem gengur milli Adelaide og Fremantle, hafl sjeð skepnu hjer um bil 50 fet á lengd hlykkjast áfram í bugðum skamt frá skipinu og verið að elta hóp af hnýsum. Var það með hausinn ýmist í kafi eða ofansjávar og lamdi sjóinn með sporðinum. Er þessi saga mjög lík öðrum sæslöngusögum, og með því að sögunum ber allvel saman um sköpulag þessarar skepnu, þá eru margir sem trúa því fult og fast að sæslöngur sjeu til, þótt aldrei hafl þær náðst.________________________ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.