Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1913, Blaðsíða 7
ÆGIR 91 slíkan skerf, þótt dýrmætari hefði verið marg- ur minni og heimafenginn. — En þótt segja megi, að vel hafi nú fje safnast hjá fátækri þjóð, þá verður því ekki gleymt, að margur skuldar þó enn þessu máli skyldan sóma. Ofmargir eru þeir, sem einlægt þurfa að láta aðra brjóta ísinn, renna á vaðið og reyna mennina. Of fjölmennur er enn sá flokkur manna, sem einiægt þarf að láta aðra kaupa fyrir sig dýrum dómum þá reynslu, sem með þarf í mannlegum fjelagsskap, ota sífelt öðr- um á undan og koma aldrei sjálfir fyr en þeir vita hvort vel gengur, en hæðast að, ef heppnin bregst. í þessu máli hafa menn ekki verið gintir á ofglæstum vonum. Hjer hefur margur af vanefnum styrkt gott mál, sem hann vildi vel, og þar með svarið sig í ætt þeirra, sem ekki viija út deyja í aðgerðaleysi, en lifa áfram fyrir þetta land. Því munu peningar þeirra bera sinn vissa árangur, hvort sem þeir rentast á rjettan hátt í höndum dugandi stjórnar, eyðast í höndum óverðugra, eða tap- ast fyrir tjón og óhöpp. — Þessar óvenjulegu undirtektir verða einlægt merki þess, að stríðið er hafið, ísinn brotinn, og að betri tímar eru í vændum fyrir land og þjóð. Síldarafli. Nýjustu fregnir segja mikil uppgrip af síld nú fyrir Norðurlandi, einkum á svæðinu frá Skjálfanda og vestur fyrir Siglufjörð. Er það heppilegt, einkum á meðan síldarverðið er eins hátt og nú. En hætt er við að verðið falli, er mikið berst inn á markaðinn. Áfli á Austfjörðum. Af honum er látið mjög vei, enda hafa gæftir líka verið hinar bestu fyrirfarandi. Hvalfriðunarlög liggja nú fyrir þinginu og hafa gengið gegn um neðri deild. Hvölum hefur sem kunnugt er farið sífækkandi nú undanfarandi svo miskunnarlaust sem þeir hafa verið drepnir, og er því óskandi, að þessi lög komist í gegn og gerður verði endir á þessu hvaladrápi um hríð. Eimskipið »Eros« sökk á Mjóafirði 7. þ. m. Sprakk í því gufuketiilinn og setti gat á botninn. Yjelar- menn 2 eða 3 fórust, en mannbjörg varð að öðru ieyti. Skipið var að taka fisk og voru að sögn komin í það um 1000 skippund. — Nú kvað „Geir“ hafa náð því upp og dregið það til Seyðisfjarðar. Erlendis. Olíulindirnar í Mexiko. í norskum konsúlaskýrslum er getið um þær, og segir þar svo m. a.: Olíulindirnar í Mexiko hafa á síðustu árum verið að framleiða meira og meira, og hafa nú sumar mestu framleiðslu heimsins. Stærstu lindirnar eru í öo?/-ríkjunum, lamaulipas og Veracruz, og ná þær frá takmörkum lýð- veldisins eftir Golfströndinni og að Tehúante- pec-eyðinu. Ríkustu lindirnar af þessum í ríkinu Yeracruz við ána Panuco og í hjerað- inu Huasteca Veracruzana, sem liggur lítið eitt sunnar. Þessi partur landsins hefir verið lítið kunnur áður vegna þess, að þar vantar járnbraut. Flutningar verða að fara fram á ám og vötnum. í 15 ár hafa menn verið að bora eftir olíu hingað og þangað um þess- ar slóðir, en einkum er það síðustu 4 árin, að leitin hefir verið sótt af kappi af mörgum fjelögum, enda er árangurinn góður. Oiían er mjög mismunandi, ljettari og dýrmætari sunnan til, en þyngri norðar. Helstu fjelög, sem reka framleiðsluna, eru Mexican Eagle Oil Co., sem er enskt, og The Mexican Petroleum Company Ltd. En þess utan eru ótal (jelög, sem ýmist reka fram-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.