Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1913, Page 4

Ægir - 01.11.1913, Page 4
124 ÆGIR gagnsemin af slarfi erindsrekans verði sem mest og verksvið hans sem viðtækast. Að endingu viljum vjer taka það fram, að gerl er ráð fyrir, að erindsrekinn dvelji á þeim stöðum erlendis, er hentugast þykir fyrir verslun landsins, samkvæmt þeim reglum, er nánar verða gefnar síð- ar, eins og líka honum verður gert að skyldu, að senda Fiskifjelaginu nákvæma skýrslu um alt er að starfsemi hans lýt- ur, annaðhvort hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega, Iiæði brjetlega og símleiðis, ef þörf gerist, og verða þær skýrslur sendar yður jafnóðum og þær koma. Eins og líka hitt, að fyrirspurnum, sem gerðar kunna að verða til hans, hvort heldur frá yður eða öðrum, er leggja fram fje í sama tilgangi, verður honum gert að skyldu að svara svo lljótt, sem hann getur. Yjer vonum, að fjelagið megi vænta styrks frá yður viðvíkjandi þessu, og biðjum yður að gera svo vel og tilfæra upphæð þá, sem þjer viljið leggja af mörkum, ásamt nafni yðar, á meðfvlgj- andi lista, og verður svo upphæðarinnar vitjað til yðar gegn kvittun og nafnyðar inntært í bækur fjelagsins á þann lista, er nöfn þeirra manna og íjelaga slanda á, sem erindrekinn á að standa í beinu sambandi við, jafnt Fiskifjelaginu sjálfu. Af því að starfinn ælli að veitast við næsla nýár, þyrftum vjer að fá svar yð- ar sem allra fyrst. Með mikilli virðingu. í stjórn Fiskifjelags íslands. Mallhías Pórðarson. Tr. Gunnarsson B. Sœnumdsson. Jón Ólafsson. Geir Sigurðsson. Þannig er þessu máli komið nú, og bíður stjórn fjelagsins þess að heyra und- irtektir manna um þessa fjárbeiðni sem hjer um ræðir. Mjög er það líklegt, að þótt alt gangi vel, sem ekki er að efa, að staða þessi veitist ekki íýr en með mars eða seinni hluta vetrar. Siglingar. Fyrir mörgum árum, þegar jeg sigldi með seglskipum í langferðum, var skip- stjóri nokkur danskur, sem spurði mig hvers vegna við íslendingar flyttum ekki vörur vorar sjálfir að og frá landinu.1) Þessari fyrnefndu spurningu liefði, að mínu áliti, verið rjett svarað, með því að segja, að það væri af þekkingarleysi, vantrausti og viljaleysi. Jeg gerði það auðvitað ekld, en svaraði eitthvað á þá leið, að við værum svo fáir og hefðum þvi nóg með fiskiveiðarnar fyrst um sinn; og þetta veit jeg fyrir víst að var hugs- un rnargra landa minna þá, og það er því miður meining sumra þann dag i dag. Það er eins og einhver eimur sje eftir frá einokunartímunum, eitthvert ósjálfstæði, og svo það, að þykja alt golt og blessað, sem útlent er, en lasta svo kannske það innlenda sem er við hendina, þó það sje mikið betra. Það eru ekki mörg ár síðan að póst- og farþegaskip eitt sigldi á land fyrir norðan í bliðviðri um hábjartan sumar- 1) Hann var frá Fanö þessi skipstjóri, - eyjunni i Noröursjónum rjett fyrir utan Es- bjerg, aöalheimkynni langferðaskipa í Dan- mörku, -- þar sem hvert mannsbarn, mátti heita, átti part eöa hlutabrjef í skipi. Nú er allur sá skipastóll aö hverfa og í staðinn komiö allmikið gufuskipafélag, sem hefur aðselur sitt í Esbjerg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.