Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1913, Side 9

Ægir - 01.11.1913, Side 9
Æ G I R 129 Heima Nýir æfifjelagar í Fiskifjelagið. Jón Jóhannsson, skipsljóri. Kristján Kristjánsson, skipstjóri. Bjarni Jónsson frá Vogi, alþm. L. Kaaber, umboðssali. Brynjólfur Bjarnason, kaupm. Garðar Gislason, kaupm. Páll Gíslason, kaupm. Sighv. Bjarnason, bankastjóri. Ól. Johnsen, umboðssali. Asg. G. Guunlaugssou, kaupm. A. (ilaessen, versiunarm. Magnús Einarsson, dýralæknir. Carl Olsen, umboðssali. Fundur í Fiskifjelaginu var haldinn 22. þ. m. og var fundar- stjóri kosinn dr. Jón Þorkelsson skjala- vörður, en skrifari Magnús Sigurðsson lögfræðingur. Fundurinn átli að vera sem útbreiðslu- fundur og var boðið til hans nokkrum utanfjelagsmönnum. Fundarmenn voru um 100. Formaður fjelagsins skýrði með nokkr- um orðum frá undirbúningi, starfsemi og tilgangi fjelagsins. Minst var á framkvæmdir i steinolíu- málinu, og talaði kaupm. Brynj. Bjarna- son í því, og skýrði frá starfsemi slein- olíufjelags þess, sem minst er á, á öðr- um stað hjer i blaðinu. Enn fremur hóf sami kaupm. máls á því hver áhrif sala þilskipanna gæti haft fyrir íslenskan fisk, gæði hans og verð, og virtist ræðumaður rökstyðja það vel, að frá því sjónarmiði gæti verið eftir- sjá i þilskipunum, nema að botnvörpu- skip og mótorbátar vönduðu vöru sína jafn vel eins og þilskipin gerðu. Nýir fjelagar gengu í IJelagið, þar á meðal margir af þeim scm getur um á öðrum stað hjer í blaðinu. Sala á þilskipum til Færeyja. Gunnar Hafstein bankastjóri írá Fær- eyjum var hjer á ferð í þessum mánuði til þess að kaupa þilskip handa Færey- ingum. Hann lceypti 9 þilskip (kúttera) frá Edinborgar-verslun í Reykjavík og Hafnárfirði og 1 af Sig. Jónssyni i Görð- unum. Kaupverðið mun hafa verio um 60,000 kr. á öllum skipum Edinborgar, en 15,000 á skipi Sigurðar. Það hefur vakið mikið umtal þessi sala skipastólsins hjer í bænum. Fyrst byrjaði »Þjóðviljinn« og kallaði það aft- urför, og svo skrifar fyrv. bankastj. Tr. Gunnarsson um sama elni í Lögrjettu. Hann átelur mjög þetta athæfi, skoðað frá því sjónarmiði hvað mikið landið missi af atvinnutækjum fyrir sjávarút- veginn, og hve mikils fiskimenn yfir höf- uð missi við þessa sölu. Ægir getur engan veginn fallist á skoð- un þessara manna sem telja þella aflurför, þó gömul atvinnutæki sjeu lögð niður, þegar reynslan hefur sýnt að þau ekki gefa ávinning, hvorki sjeð með augum útgerðarmanna sjálfra og ekki heldur há- seta, og þegar jafnframt er tekið tillit til þess, að botnvörpusldpum fjölgar stöð- ugt, sem gefa báðum aðiljum meira í aðra hönd. Hitt er satt, að menn missa atvinnu við sölu og fækkun þilskipastólsins hjer, bæði við seglasaum og aðra vinnu við skipin á sjó, og síðast en ekki sist missir »Slippurinn« mikið við aðgerð, þcgar um gömul og litt sjófær skip er að ræða eins og hjer á sjer stað, um ílest þeirra. En þeir hinir sömu ætlu að geta fengið aðra atvinnu eins arðberandi fyrir alla er hlut eiga að máli.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.