Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1915, Síða 1

Ægir - 01.08.1915, Síða 1
8. á Síldarveiði Norðmanna við ísland. Það mun hafa verið um árið 1882, sem Norðmenn byrjuðu að reka sildarveiðar hjer við land. Var þá legið við i landi og farið á sjó, þegar síldartorfurnar sáust og vörpum kastað. Var veiði þessi stund- uð á Austfjörðum hin fyrstu árin, en sið- an á Eyjafirði og fyrir Norðurlandi. Fyrstu árin aflaðist mikið og sildin var vel borguð, og hvatti slík byrjun til frek- ari aðgerða. Þeir sem stunduðu veiði þessa, voru flestir frá Haugesund, Stav- anger og Bergen, og þaðan voru þeir gerðir út. Var nú tekið að reisa hús, bæði salthús og íbúðarhús fyrir skips- hafnir; bryggjur voru smíðaðar og var mildu fje varið til þessa. Ágóði af öllu þessu, varð þó ekki eins og búist var við. Veiðin fór að bregðast, og verðið fjell mikið, og auk þess komu fyrir ýms óhöpp, sem drógu úr ágóðanum; menn mistu bæði net og báta þegar kom fram á haustin og veður fór að breytast og svo kom ofsaveðrið 11. september 1884, þegar fjöldi skipa brotnaði við Hrísey og Norðmenn mistu veiðarfæri sín. Voru þá flest útgerðarfjelögin að þrotum kom- in með Qe, og urðu að hætta þessari veiði. Ekki leið samt langur tími, þangað til að sögur fóru að berast til Noregs um Nr. 8. hinar miklu síldartorfur, sem væru á hverju sumri fyrir Norðurlandinu. Voru það menn, sem stunduðu þorskveiðar hjer við land, á kútterum, sem þær sög- ur sögðu. Þegar þá vantaði beitu, fleygðu þeir út netum sinum og öfluðu vel. Þetta verðum við að athuga, sögðu Norðmenn, og eigi leið á löngu, þangað til mörg reknetaveiðiskip voru komin til íslands, til þess að reyna hvernig gengi með þessum hætti. í byrjun gekk þelta vel, og þegar þar við bættust hringnætur, varð aflinn fram yfir allar vonir, en verðið á síldinni var lágt, og var því um kent, að hún væri tekin of snemma, ogvegna þess eigi góð vara, og þar að auki illa verkuð. Rek- netaveiði hætti því að mestu við ísland og skipin tóku að stunda makrílaveiði í Norðursjónum. Nokkur reknetaveiði- skip hafa þó undanfarin ár stundað hjer sildarveiði og hafa grætt fje. Svo er talið, að veiði þessi standi yfir 10—12 vikur, og að hlutur hvers háseta sje frá 400—600 kr. Þetta ár verður sjerstakt i sögu norskra fiskimanna, Þeir búast við að fá hátt verð fyrir síldina, og vegna ófriðarins mikla, þykjast þeir ekki hafa trið við makrílaveiðar i Norðursjónum, og þótt veiðarfæri og skipin fáist vátrygð fyrir stríðshættu, þá stoðar það ekki, þar sem enginn fæst til að fara, þvi allir vilja fara til íslands að veíða sild. Fjöldi skipa hefir verið útbúinn til rek- ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS j. II Reykjavik. Ágúst 1915.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.