Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1915, Side 3

Ægir - 01.08.1915, Side 3
ÆGIR 97 ert útibú, sem þeir geta notað eftir vild, þegar annað bregst. Hvernig þetta má ske, er ekki mitt meðfæri að rita um, en þar sem Vestfirðir eru að mestu lausir við þennan ófögnuð enn þá, og búast má við, að útlendingar komi þangað hópum saman, þegar fískifrjettir berast, þá ættu menn að gera eitthvað, áður en það er orðið of seint, til þess að stemma stigu fyrir of miklum yfirgangi og ekki leyfa framandi mönnum að fá þá hug- mynd, að þeir sjeu að gera landsmönn- um greiða með komu sinni hingað, leyf- ist alt hjer, og að síldartollurinn sem þeir sletta í okkur, sje rifleg borgun fyrir þau auðæfi, sem þeir nema burtu hjeðan. Sje hugsað um þetta í tíma, má að öllum likindum laga eitthvað sjer í hag. Sá tími mun koma, að eigendur mótor- báta þeirra, sem að sumrinu sanda ónot- aðir hingað og þangað í veiðistöðum landsins, fari að hugsa um það, hvort þeir eigi geti notað þá til siidarveiða. Á Siglufirði voru ýmsar smáfleytur að veiðum, sumar þeirra að líkri stærð og hjer gerast; en áður en til framkvæmda kæmi, væri vissara fyrir þá að komast eftir þvi, hvort nokkur von væri til, að þeir kæmust að með bátinn sinn, hvort nokkursstaðar væri smuga til að afferma það, sem aflaðist. Sem stendur virðist þetta ekki vei’a svo, þar sem um sildar- veiði er að ræða, og hún verður gerð að verslunarvöru. Með ströngum hafnarlögum á þeim stöðum, þar sem útlendingar tefja fyrir vinnu landsmanna, mætti máske ráða nokkra bót á ástandi því sem nú er, en sjálfsagt að hafa tilbúnar hafnarreglur á þeim stöðum, þar sem vænta má að yfir- gangur útlandra geti byrjað, og að þeim verði beitt þegar í byrjun. Því yrðum vjer að sæta, færum vjer að stunda fiski- veiðar í öðrum löndum í líkingu við það, sem erlendir menn gera hjer. Árið 1913 var af þvi, er aflaðist af sild við ísland saltað . . . 198,000 tunnur. Þar af áttu Norðmenn . 106,171 — — — — íslendingar. 56,000 — — — — Svíar. . . 17,144 — — — — Þjóðverjar . 10,992 — — — — Danir . . 7,540 — Af þessum afla voru 125,767 tunnur flutt- ar til Noregs. Þetta ár hefur þá afli Norðmanna ver- ið helmingi meiri en íslendinga. Skyldi nú svo fara, að íslendingar færu að hugsa um síldarveiðar meira en hef- ur verið, þá er fyrsta spurningin sú, hvernig eiga þau skip að vera, sem hent- ugust væru til þessa. Þeirri spurningu er eigi auðvelt að svara í fljótu bragði, en án efa eru íslensku botnvörpuskipin hin dýrasta útgerð, sem þá veiði stund- ar hjer. Hinir nýju stóru mótorbátar virðast hentugir til slíkrar veiði, eða þá lítil gufuskip eins og t. d. norsku línu- veiðaskipin; þau eyða litlum kolum, ganga sæmilega og gefa flutt mikinn afla. Þeg- ar litið er yfir flotann á Siglufirði, virð- ist svo, sem útlendingar geti notað hvaða skip sem er, með hvaða lagi sem er, aðeins það sje, eða geti heitað skip. íslendingar hafa sýnt það, að þeir eru fljótir að læra veiðiaðferðir, það hafa þeir sýnt best, sem hafa stjórnað íslensku botnvörpuskipunum. Þorsk afla þeir manna mest, og eru engir eftirbátar ann- ara þjóða á síldarveiðum, og má þó heita að sú veiðiaðferð sje hjer ný, aðeins fá ár siðan byrjað var. Vestfirðingar haía lengi stundað þessa veiði og kunna allar aðferðir og svo má eflaust segja um fleiri, en fjöldi fiskimanna hjer, kunna ekkert til hennar. Þótt íslendingar sjeu miklir fiskimenn,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.