Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 5
ÍSLANDS ili MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS 9^ árgTJ Reykjavik. Júni, 1916. Námskeið fyrir matsveina. Margt námskeið, sem haldið er hjer á landi kemur að minni notum, en nám- skeið fyrir matsveina mundi verða, en þó minnist enginn á það. í blöðunum er ol't auglýst eftir dug- legum matsveinum, en þar eð auglýs- ingar þessar standa oftsinnis daga í röð í sama blaði, virðist svo, sem eigi sje hægl að fá menn til starfans og er staða sú oft sæmilega launuð. Matsveinar á skipum hafa vandasamt starf á hendi, og undir kunnáttu þeirra og dugnaði er vellíðan manna komin.— Skipstjórar og stýrimenn ætlu að skýra frá þeim mismun, sem sparast, þar sem matsveinninn kann lil verka og þeirri dæmafáu eyðslu þar sem liann kann ekki með efnið að fara. Það var alment álitið hjer, að alt væri lullgott á sjóinn, og er það hið gagn- stæða því, sem erlendis er talið nauð- synlegt, að öll matvæli, sem tekin eru til skipa sjeu af bestu tegund, en um leið er ætlast til, að með þau sje spar- lega farið og matsveinninn verður að stjórna því. Hve miklu af góðum mat og matar- efni er ekki fleygt sökum vankunnáttu matsveinsins og hversu oft fer skipshöfn eigi á mis góðra máltíða, vegna þess að hann kann ekki að nota leifarnar trá máltíðunum á undan. j Nr. 6. Góður matsveinn sparar fje fyrir út- gerðina, hann lætur skipshöfninni líða vel og af því sjest best, að staða lians á skipinu er mikils virði. En hvað er gert fyrir þá menn, sein gefa sig i þessa stöðu, máske sumir knúðir til þess af neyð. Þeir vita að þeir kur.na eklcert, en ælla að reyna og öll skipshöfnin er andvig þessum eina manni, þegar grauturinn hefur brunnið við eða önnur mishöpp hafa borið að höndum. Jeg man það, að jeg var stýrimaður á skipi sem faðir minn átli, þar var »kokk- ur« sextugur lcarl sunnan af Strönd. Hann hafði aldrei verið á skútu fyr og maiartilbúningur var í versta lagi, og þó tók út yfir þegar hann var að taka í nefið yfir pottinum og tóbakið lá i ílekkj- um á grautnum, en enginn fann að neinu, við tókum þetta eins og hlut sern ekki væri hægt að komast hjá, en hann tjekk.að heyra um svartan kanel. í annað skifti var jeg staddur á skútu inn á höfn. Spurði þá skipstjórinn mig hvort jeg vildi eigi hoi’ða með sjer mið- degisverð og þáði jeg boðið, — kallar hann þá fram á skipið: »Ivokk, komdu með matinn«. Svo fórum við niður í káetu og rjett á eftir heyrist þrusk mikið í stiganum og þar kemur kokkurinn, gamall karl, stjörnublindur, með grautarfat í hönd- um og segir: »Ja, skipstjóri góður, nú er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.