Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 8
68 ÆGIR að jeg færi út i Víkurnar og kæmi þar upp deild, með því að Rauðsendingar mundu ekki geta verið saman í deild með Patrekshreppsmönnum, vegna fjar- lægðar og 5'msra annara ástæðna. Þennan dag var, eins og að undan- förnu stinningsvindur á landnorðan með nokkru frosli, en þvinær heiðbjart. Vjer ætluðum að fara svokallað Dal- verpi. Er það fjallvegur, er liggur upp frá botni Sauðlauksdals út undir Kefla- vík á Rauðasandi og bej'gist svo norður i Vikurnar. Vjer komum við í Sauðlauksdal. Mig hafði lengi langað til að sjá þenn- an fornfræga stað, en aldrei átt þess kost fyr en nú. Jeg hafði reyndar ekki búist við að koma að Sauðlauksdal að þessu sinni, því jeg hafði hugsað mjer að fá flutning frá Vatneyri yfir á Örlygs- höfn og fara þaðan yfir heiðina út í Breiðuvík. En nú var eigi fært að fara þá leið sökum brims og þess utan þurftu menn þeir úr Breiðuvik, er eg ællaði að verða samferða, að koma við í Sauðlauksdal. I Sauðlauksdal er prestur sjera Þor- valdur Jakobsson. Dag þann er vjer komum að Sauð- lauksdal,.hafði sjera Þorvaldur ætlað út að Saurbæ á Rauðasandi til að messa þar um bænadagana, en jeg var svo heppinn að ná honum heima. Sjera Þorvaldur tók okkur afbragðs vel og dvöldumst vjer þar alt aö 3 klst. Sýndi hann mjer hvamm þann, er sjera Björn Ilalldórsson hafði jurtagarðinn í. Liggur hann í fjallshlíðinni norðvestan við bæinn og hefur legið i skjóli fyrir hafvindum og notið vel sólar. Sjera Björn Halldórsson var prestur á Sauðlauksdal 1752—1782. Hann stund- aði mjög garðrækt og var fyrstur maður á Vesturlandi er ræktaði kartöflur. Ilann ræktaði jafnvel fleiri nytjajurtir i garði sínum, en nokkrir menn gera nú hjer á landi. Eru mikil líkindi til að sjera Björn hafi fengið ýmsar leiðbeiningar um garðyrkju frá Eggert Ólafssyui, með- an hann dvaldi í Kaupmannahöfn. Var Eggert hverjum manni fróðari um þau efni og hafði brennandi áhuga á ræktun landsins. Er sagt að þeir mágar hafa ræktað í garði þeim, er áður er nefndur, spinat, mustard og jafnvel tóbak, auk ílestra þeirra nytjajurta, er nú tíðkast í mat- jurtagörðum. Fyrir mynni Sauðlauksdalsins eru afar- miklir sandar. í landnorðanstormum fýkur sandur- inn upp um allan dal og upp á fjöllin kringum dalinn, eru þau því ávalt gul- grá að lit af sandinum. A túninu i Sauð- lauksdal verða stundum margra feta djúpir sandskaflar. Er það mikil furða að jörðin skuli eigi fyrir löngu vera lögð í eyði. Hefur það kostað mikið erfiði að moka af túninu eftir verstu sand- byljina. Þegar sjera Björn Halldórsson var prestur í Sauðlauksdal, hugðist hann geta varið túnið með því að byggja garð um það. Sjera Björn var, eins og íleiri stór- menni 18. aldarinnar harðbýll og ágeng- ur. Nej'ddi hann sóknarbændur til að byggja garð þennan ókeypis. Þótti bænd- um súrt í broti, en svo varð að vera sem klerkur vildi. Veturinn eftir binn næsta kom. svo mikill sandbylur, að 'garðurinn hvarf með öllu. Sóknarmenn höfðu gefið garðinum nafn og nefnt »Ranglát«. Nú þótti þeim sem það væri guðsdómur að þannig hafði farið um garðinn. Nú sjest aðeins hjer og livar á Rang- lát upp úr sandinum. Þegar menn koma á þennan stað, þá

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.