Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 6
6G ÆGIR það ekki grautur, heldur er það rauð- grautur«. Þetta var satt, grauturinn hatði brunn- ið það við hjá karli, að hann var rauð- leitur og um leið óætur. — karlinn var fullur og maturinn misheppnast af þvi og þar við sat og við borðuðum okkur sadda, þó rauðgraulnum væri slept. Þetta er alt orðið öðruvísi nú — menn heimta jafn þriflega tilreiddan mat á skipum og hann er í landi, þeir vita að matarefni eru góð og rífiega lagt til frá útgerðarmanna hendi og eru óánægðir og gramir þegar máltíðir mistakast. Finnst mönnum ekki tími tilkominn til að bæta einum gagnlegum skóla við aðra skóla hjer, skóla, sem sendi frá sjer menn, er geti tekið að sjer vandasamt starf, sem kjrnnu að tilreiða góðan mat, kynnu að láta þeim liða vel, sem þeir tækju að sjer að annasl, kynnu að noia leifar og spara útgerðinni fje. Matsveinar eru sljelt út af fyrir sig, hún yrði fámenn í byrjun en því meiri von til að hún yrði góð. Að kunnáttu fylgi sparnaður sjest besl á þvi, að þar sem matsveinar taka að sjer að selja skipshöfn íæði er matur vana- lega nógur og góður og auk þess græða þeir tje. Matreiðsluskólar mundu gera nemend- ur færa um slikt skyldi það lag komast á hjer, að matsveinar tækju að sjer að út- vega matvæli og selja skipshöfnum fæði. Eilt er áreiðanlega víst, og það er, að þessi stjett manna verður að læra sitt start og til þess þarf skóla eða námskeið, þar sem þeir, er velja sjer þá stöðu í lííinu geta lært. Sá skóli er eklci til, en hann verður að koma og mundi aldrei talinn meðal þeirra sem gagnlitlir væru. 13. júní 1916. Sueinbjörn F.gilson. Nýtni. Nú er dýrtið mikil um allan heim og slafar hún eingöngu af Norðurálfu- ófriðnum. Lönd þau, sem nú eiga í ófriði eru mikil framleiðslulönd og hafa áður lagt drjúgan skerf til þarfa mannkynsins. Nú má svo heita að þau geti litlu miðlað öðrum löndum og sist meira en þau fá frá þeim aftur. Verðhækkunin stafar eigi aðeins af því, að framleiðslan er minni, en á friðartímum, heldur og einkum af þvi, að farmgjöld eru svo afarhá að sliks eru engin dæmi áður. Af þessu leiðir, að öllum þjóðum er nú nauðsyn á að gæta hagsýni í hvi- vetna. Gera nú stjórnir fleslra landa sjer mikið far um að brýna hagsýni og sparneytni íyrir þjóðunum. Fáum þjóð- um mun meiri þörf á áminningu í þessu efni en íslendingum. Mikið af þörfum vorum þurfum vjer að sækja til annara landa og koma því hin háu farmgjöld hart niður á oss og gera oss allar lífs- nauðsynjar, er vjer þurfum að kaupa frá útlöndum dýrari en þeir sem nær búa framleiðslulöndunum. En er til nokkurs hlutar að vera að fást um þelta? Eru nokkur tök að kom- ast hjá að fá þessar nauðsynjar frá öðr- um löndum? Með öllu getum vjer aldrei komist hjá að kaupa lifsnauðsynjar vorar frá útlöndum, hversu dýrar sem þær verða, en það er jafnvíst, að vjer getum kom- ist af með miklum mun minni matvæla- kaup frá öðrum löndum, en vjer nú gerum. Ef vjer nýttum betur gæði landsins mundum vjer komast af með alt að helmingi minni kornvörukaup, en nú gerum vjer. Kartöflur geta svo oft komið í brauð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.