Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 7
ÆGIR 67 stað og það er enganveginn vansalanst af oss íslendingum að þurfa að kaupa frá útlöndum eitt einasla kg. af kar- töílum. Þá er silungur víða í vötnum, ám og lækjum, sem eigi er nægilega nýttur. Stafar það að nokkru leyti af þvi að matreiðsla landsmanna er á mjög lágu stigi enn sem komið er, þótt nú hin síðar árin hafi nokkuð verið gert til að ráða bót á því. Framleiðsla vor er svo sjerkennileg að oss væri öll þörf þjóðlegrar matreiðslu. Þá eru fjallagrös- in, sem fyrrum voru mjög notuð til manneldis hjer á landi. Væri það þarft verk, ef einhver íslensk kona vildi fást við matreiðslu úr ýmsum islenskum mat- arefnum án þess að binda sig við for- skriftir útlendra matreiðslubóka. Viðast hvar við sjávarsíðuna má fá ýmiskonar fisk að sumrinn, sem ekki er verslunar- vara, svo sem kola o. íl. Mætti oft nota unglinga til að stunda kolanet, en koli er ágætis matur steiktur, soðinn, í hlaupi (gelé), hertur glóðsteiktur o. s. frv. Þá má og oft fá sild að sumrinu á ó- dýran hátt og það má fullyrða að þótt tunna af síld kostaði alt að 30 kr., þá yrði hún þó ódýrri matur en t. d. kjöt, ef tekið væri tillit til næringargildis hvors- tveggja. Pegar kjöt er i jafnháu verði og það var í fyrra haust er mikil vorkunn þótl mönnum verði á að selja mestan hlula kjötsins og ætla sjálfum sjer lítið eða ekkert af þvi til matar. En þetta er því aðeins heppilegt, að aflað sje til heimilis- ins mat, sem að næringargildi vegur upp á móti kjöti því, sem selt kann að vera, umfram venju. Vjer getum án efa verið án kjötsins, et vjer leggjum i hvert bú svo mikið af hafsíld, sem vjer getum keypt fyrir þriðj- ung kjötverðsins, miðað við það verð, sem var á hvortveggju í fyrra. En þá kemur aðal þröskuldurinn, landsmenn kunna ekki að jeta síld, því er nú miður. En nú á dýrtiðin að verða til þess að kenna oss átið, og ef hún verður til þess, þá munu menn síðar segja að stríðið og dýrtíðin, sem af því hefur leitt, hafi þá að ýmsu levti orðið oss til blessunar. Eg mun seinna minnast á fleiri fæðu- tegundir, sem vjer íslendingar ættum að nota meira en vjer gerum, en áður en eg lýk máli mínu, að þessu sinni vil jeg benda á samanburð á næringargildi sild- ar og besta nautakjöls. Hafsíld 20°/o eggjahvíta, 17% feiti. Nautakjöt 20%-------5—10°/o. Þessi tvö efni, eggjahvita og feiti eru aðalnæringarefnin sem líkaminn þarfnast og sjest þá af þessum samanburði, að sild er 5 sinnum ódýrri en nautkjöt eða með öðrum orðum, að fyrir 20 aura má fá sild, sem er jöfn að næringargildi 1 kr. virði af nautkjöti. M. Ó. Yestur og norður um land. Á Pálmasunnudag, 16. april síðastlið- inn, lagði jeg af stað frá Ileykjavik með e|s »Flora«. Var iörinni heitið vestur og norður um land. Um kl. 10 á Pálmasunnudag kom »FJora« til Patreksijarðar, fór eg þar af skipinu og dvaldi á Patreksfirði þangað til að morgni hins 19. april. Jeg var fluttur frá Vatneyri yfir ásvo- kallaðan Sandodda innan við Sauðlauks- dal. Samferða mjer voru 2 menn úr Breiðuvík. Var ferðinni heitið þangað til að stofna þar fiskifjelagsdeild. Hafði talast svo til við menn þá úr Rauða- sandshreppi, er eg hitti á Patreksfirði,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.