Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1916, Blaðsíða 18
78 ÆGIR Labrador Style 110 lira. Þyrsklingur 100—165 líra, Ýsa 150 líra. Útlendar vörur og ílutningsgjöld í svipuðu verði og áður. Engin lækkun á neinu og ekkert útlit til að nein lækk- un sje i nánd. Útlit ineð fisk- og síldarverð. Það er engum vafa undirorpið að verð á íiski og sild verður hátt á næsta mark- aðstíma og ber margt til þess og þó einkum að fyrirliggjandi byrgðir eru sára litlar alstaðar þar sem til spyrst, framleiðslan lítil og verð á öðrum mat- vörum svo sem kjöti i afskaplega háu verði. í fyrri skýrslu er það tekið fram að fiskverð í veiðistöðum i Noregi heíur verið afarhátt, um og yfir 90 anra kil. saltfisks; i Bordeaux á Frakklandi voru fyrstu hleðslur frá íslandi seldar fyrir 100 franka 55 kiló. Aflabrögð hjá Eng- lengingum og Skotum hafa brugðist svo, að talinn er nú helmingi minni afli en i fyrra, en verðmæti hans hefur orðið nokkru meira en siðasta ár. Undir núverandi kringumstæðum geta auðvitað óvænt atvik haft snögg áhrif á söluna, en þó má maður vænta þess að geta fengið frá 150—160 kr. fyrir skipp. af vel verkuðum fiski þegar kemur fram á sumar kauptímann. Heyrst hefur að Norðmenn hafi nú þegar keypt talsvert af saltfiski heima, fyrir mjög lágt verð og sjeu þeir ánægðir yfir þeirri verslun. Um sildarverðið má að miklu leyti segja hið sama. Þó síldarveiðin við Noreg hafi í vetur verið miklu meiri en áður, þá er hún þegar öll uppseld. Strax og fremleiðslan hætti hækkaði verðið til muna svo nú er það komið yfir 100 kr. tunnan. Svíar hafa aflað yfir V2 mill. tunnur sem alt er selt, og af þessum afla hefur aðeins verið saltaður rúmur tíundi hluti, hitt verið selt nýtt. Til loka aprilmánaðar höfðu Sviar aflað 529,000 hl., þar af saltað 68,000 hl., og veiðin sögð á förum. Það er afarnauðsynlegt að framleið- endur, fisk- og sildarseljendur — deildir Fiskifjelaganna — myndi með sjer sam- tök um að halda afurðunum í sem jöfn- ustu verði, kynni sjer eftir föngum skýrsl- ur um markaðsverðið erlendis, og einn bjóði ekki vöru sína miklu ódýrara en annar, því það spillir markaðinum og aðeins gefur útlendum milliliðum þann ágóða er á að lenda í höndum innlendra manna. Þegar einn hefur i gále}rsi sell vöru sína fyrir lágt verð, þá spillir það fyrir þeim er siðar verða að selja, og verður jafnan örðugt að hækka verðið eftir á. Einn slórkaupmaður hjer skýrði mjer frá að hann hefði verið búinn að gera góða samninga um sölu á fiski til Noregs frá íslandi, en þegar Norðmenn gátu keypt fiskinn sjálfir fyrir miklu lægra verð heima, þá hefðu þeir kaup- skilmálar verið upphafnir. Þetta sama ætti að eiga sjer stað með sölu á síld, framleiðendurnir eiga að koma sjer sam- an um lágverð það sem þeir vilja bjóða hana fyrir, og haga sjer svo eftir atvik- um með söluna. Sviar hugsa sjer að afla síldar við ís- land i sumar eins og að undanförnu, og eftir því sem norsk blöð segja, hafa þeir fengið styrk úr rikissjóði til veiðanna. Þeir haga sjer auðvitað eins og Norð- menn frændur þeirra að sækja heim til okkar varning þann, sem þá vanhagar um. — Þessum herrum þykir sjálfsagt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.