Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 5
Nr. 10.
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
I
10. árg.
Reykjavik. Október, 1917.
+
Tryggvi Gunnarsson.
Aðfaranótt sunnudags hins 21. þ. m.
(ld. 1245), andaðist að heimili sínu hér
1 Reykjavík þjóðskörungurinn Tryggvi
Gunnarsson fyrv. bankastjóri, 82 ára og
2 daga að aldri. Jarðsettur verður hann
í Alþingishúsgarðinum, þvi þar kaus hann
sér legstað, var sá blettur honum kær-
astur, milli trjánna, er hann hafði gróð-
ursett og hirt.
Æfiágrip þessa merkismanns mun sið-
ar verða hirt í Ægi.
Piskirannsokiiarferöir 1915 og 1916.
Eftir
Bjarna Sæmundsson.
Rannsóknarferðir.
Síðustu tvö árin (1915 og 1916) hafa
rannsóknir mínar aðallega lotið að ald-
ursákvörðunum og vaxtarháttum nokk-
urra mestu nytsemdarfiska vorra, og hafa
þær verið að nokkuru leyti framhald af
því, sem eg var byrjaður á áður, en að
nokkru leyti ný viðbót, þar sem eg hefi
tekið aldur og vöxt fleiri fiska til með-
ferðar og svo rannsakað fisk á öðrum
svæðum. Þetta nær bæði til sjávarfiska
þeirra, er eg hefi að öllu leyti rannsak-
að sjálfur og til vatnafiska þeirra, er eg
hefi notið góðra manna aðstoðar bæði
til þess að ná í þau gögn (hreistið) af,
sem hin umræddu atriði eru lesin út úr
og til þess að gera rannsóknirnar sjálfar.
Fiskar þeir, er eg lagt aðaláherzluna á
þessi árin, eru þorskur, ýsa og skarkoli.
Eg byrjaði á því að rannsaka þorskinn
við austanvert Norðurland, eins og eg
hefi sagt frá i siðustu skýrslu og var það
þá áform mitt, að halda áfram með liann
við Vestur- og Suðurströnd landsins og
hafði eg í þeim tilgangi safnað í Reykja-
vík allmiklum ákvöí’ðunargögnum bæði
af þorski, ýsu og skarkola, af fiski er
veiddur hafði verið í Faxaflóa og Mið-
nessjó, en til þess að ná í þesskonar
gögn frá íleiri stöðum varð eg að fara
þangað.
í þessum erindum fór eg til Vestfjarða
sumarið 1915.
Lagði eg af stað 23. júlí og var ferðinni
fyrst heitið til ísajjarðar, þvi að um það
leyti mátti búast við þvi, að nægan fisk
væri að fá þar af mótorbátum frá ísa-
firði eða Hnífsdal og smáfisk og skarkola
m. m., sem aílaður yrði á smábáta inni
í Djúpinu. Kom eg til ísafjarðar um
nónbil næsta dag, sem var laugardagur.
Næsta dag var versta veður með úrkomu
og kulda (6,6° um hádegið) og varð ekk-