Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 7
ÆGIR
139
eða grynning, sem nefnist Skerið, og er
að eins skilið af mjóum ál frá minna
skeri, sem verður landfast við Suðureyri
um fjöru. Bæði skerin fara í kaf um
flóð. Fyrir utan skerin er fjörðurinn all-
ur fremur grunnur, en þó vel skipgeng-
nr inn að báðum eyrunum, en fyrir inn-
an þau er hann allur mjög grunnur og
varla skipgengur, nema með vesturland-
inu yzt, þar er mesta dýpið, 4—5 faðma
og gengur inn i það áll sá (eða sund)
er fyr var getið og er hann 3 fðm. um
fjöru og svo mikill straumur i honum,
þegar hörðust eru sjávarföllin, að mót-
orbátar hafa varla á móti. Inn með
Norðureyri gengur annar áll. djúpur
fyrst, en grynnist smámsaman og breikk-
ar, svo að hann verður óskipgengur.
Inn fyrir skerin gengur at iiski aðeins
þyrsklingur, sandkoli og marhnútur og
sild við og við. Kúskel finst þar ekki,
en kræklingur er í Skerinu.
Þótt fjörðurinn sé ekki fiskisæll sjálf-
ur, þá liggur hann ágætlega við fyrir
fiskiveiðum, þar með sildveiðum, út á
haf, þar sem hin víðáttumiklu og fiski-
sælu grunn milli Dýrafjarðar og Djúpáls
(Barðagrunnið) liggja þaðan út, langt til
hafs. Yar þar áður töluvert róðrarbáta
útræði frá Suðureyri (sbr. skýrslu mína
1901, Andvari 1902, bls. 100), en 1903-
04 byrjaði þar mótorbátaútgerð, með fá-
um bátum, en þetta vor (1915) gengu
þaðan 23 mótorbátar og áttu 19 þeirra
þar heima. Fiska þeir á vorin og sumr-
in með haldfærum »við laust« og eyða
þá nál. 20 sinnum minni oliu, en þegar
lóð er brúkuð.
Þetta má telja mikla íramför fyrir
plássið, en sá er galli á, að skipalægið
er hvergi nærri gott, þar sem bátarnir
verða að liggja utan til við eyrina. þar
sem ekkert afdrep er, þegar stormur er
af hafi (vestan) og setur mjög krappan
sjó á grunninu fyrir utan eyuina. Svo
bætisí við, að á veturna leggur innfjörð-
inn mjög í frostum og verður mikið is-
rek út álinn með eyrinni og jafnvel stór-
ar isspangir eða spildur út yfir skerin
með byrjandi útfalli, þegar isa leysir, og
getur það orðið hættulegt fyrir bátana.
Hafís kemur hins vegar sjaldan inn á
útfjörðinn. Súgfirðingar eiga þvi erfitt að-
stöðu með útveg sinn. Hefir komið til
tals að gera ísbrjóta í skerjunum, til þess
að ldjúfa spengurnar annars vegar, en
öldubrjót eða varnargarð fyrir hafsjó,
kippkorn fyrir utan bátaleguna, en hvort-
tveggja mundi kosta mikið fje, einkum
garðurinn, ef lið ætli að verða að, en
mikil þörf væri á þvi. Spurning er, hvort
ekki mundi betra að grafa út legu inn-
an til við aðra hvora eyrina (Suður- eða
Norðureyri).
Frá ísafirði flutti eg mig 6. ágúst til
Patreksfjarðar, því að þar ællaði eg að
halda áfram söfnun minni og rannsókn-
um. Var eg svo heppinn, að góðviðrið
hélzt við meðan eg dvaldi þar, og afla-
brögð góð .úti i flóanum og nægð af ým-
iskonar smáfiski inn í firðinum, svo að
eg fékk nóg af því, sem eg þurfti að fá
til rannrókna. Stóð það heima, að síð-
asta daginn sem eg var þar (17. ág.), breytti
um veður og gerði langa hafáttar-rumbu,
svo að tók fyrir allar gæftir. Eg var á
Patreksfirði sumarið 1901 til þess að
kynna mér fiskiveiðar þar, eins og lesa
má i skýrslu minni 1901 í Andvara 1903.
Ein breyting er orðin þar á einkennileg
síðan, fyrir utan þilskipaútveginn, sem
þá var lítill eða enginn: Laust eftir alda-
mótin settist þar að í firðinum Færey-
ingur einn til veiða, með bát sinn. Varð
það til þess að menn á Eyrunum tóku
þá upp Færeyjabáta til fiskjar, og hafa
haldið þeim sið síðan. Haga þeir nú
veiðum sínum þannig, þegar þeir róa út