Ægir - 01.10.1917, Síða 11
ÆGIR
143
lendri löggjöf og öðrum atburðum, er
kunna að hafa áhrif á atvinnuvegi lands-
ins,
f) Að gefa út blað þegar fært þykir, er
skýri frá því markverðasta í viðskifta-
málum innanlands og utan. í blaðinu
skulu einnig birt lög og stjórnarfyrirskip-
ir er snerta atvinnumál.
Á hverju ári skal gefin út greinileg
skýrsla um atgerðir ráðsins og reikning-
ur um fjárhag þess undanfarið ár.
8. gr. Ráðið heldur fundi 1. og 3.
þriðjudag hvers mánaðar. Auk þess kall-
ar formaður ráðið saman er honum þyk-
ir þess þörf eða ef 3 fulltrúar krefjast
þess skriflega.
Fundum ráðsins stýrir formaður eða
varaformaður.
Ráðið er ályktunarfært þegar 4 full-
trúar sitja fund og ræður þar afl atkvæða.
Séu atkvæðin jöfn, þá ræður atkvæði
formanns.
Kosningar skulu fara fram skriflega sé
þess krafist. Ef jöfn eru atkvæði skal
hlutkesti ráða.
Það sem gerist á fundum ráðsins skal
bóka i gerðabók og skal hún upplesin í
siðasta lagi á næsta fundi. Gerðabók skal
undirskrifuð af formanni og fundarskrif-
ara.
Vilji einhver fulltrúi hafa fyrirvara við
ályktun ráðsins, skal það tilkynt skriflega
i síðasta lagi daginn eftir að ályktunin
var gerð, eða innan þess tíma, er ákveð-
inn verður í hverju einstöku tilfelli.
9. gr. Á fyrsta reglulegum fundi ráðs-
ins ár hvert skal fara fram;
a) Kosning formanns og varaformanns
fyrir það ár.
b) Skifting ráðsins í tvær nefndir og
eru 3 fulltrúar í hvorri, en formaður
skal vera utan nefndanna.
c) Kosinn einn fulltrúi er ásamt for-
manni og varaformanni hafi umsjón
með og framkvæmd á daglegum störfum
ráðsins. Skiíta þeir störfunum eftir sam-
komulagi sin á milli.
d) Kosning kjörstjóra fyrir það ár.
Skal hann ávalt vera einn af þeim full-
trúum, sem ekki eiga frá að fara á ár-
inu.
10. gr. Formaður ákveður hversu mál-
um þeim, er ráðinu berast, skuli sldft
milli nefndanna, og getur hann ákveðið
um hvert einstakt mál, að nefndin láti í
ljósi álit sitt um það innan tiltekins
tima.
11. gr. Nefndirnar halda fundi svo oft
sem þörf er vegna fyrirliggjandi mála.
Nefndunum ber að leggja fyrir ráðið
rökstudd álit um mál þau, er visað hef-
ir verið til þeirra. Eftir ósk nefndar get-
ur ráðið bætt við hana tveim mönnum
utan ráðsins, er starfi með nefndinni að
tilteknu máli og hafa þeir atkvæðisrétt
innan nefndarinnar um það mál. Ráðið
má skipa þá eina til þessa, sem eru
kjörgengir í ráðið.
12. gr. Tillögurétt innan verslunarráðs-
ins hafa nefndirnar og hver einstakur
fulltrúi. Tillögur verða að berast fram
skriflega.
Öll mikilvæg mál verða að hafa hlot-
ið rannsókn og undirbúning í nefnd áð-
ur en ráðið tekur fullnaðarályktun um
þau. Smávægilegri mál getur skrifstofu-
stjóri afgreitt í samráði við formann eða
þann fulltrúa er umsjón hefir á hendi.
13. gr. Ráðið skipar skrifstofustjóra og
aðra starfsmenn, er þörf er á.
Skrifstofustjóranum ber
að sjá um að erindi þau, er berast,
séu tekin til meðferðar af ráðinu sam-
kvæmt lögunum,
að bóka fundargerðir ráðsins.
að undirbúa málin undir umræður
nefnda og ráðsins, og gera uppkast að
álitum og svörum ráðsins,