Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 12
144
ÆGIR
að hafa á hendi ritstjórn blaðs þess, er
ráðið kann að gefa út,
að halda reikninga ráðsins
og annars framkvæma það er ráðið
kann að fela honum.
14. gr. Reikningsár ráðsins er alman-
aksárið.
Um -leíð og fulltrúakösning fer fram
skulu kosnir tveir endurskoðunarmenn
og ler annar frá á hverju ári, í fyrsta
sinni eftir hlutkesti. Ennfremur skal á
hverju ári kjósa einn varaendurskoðun-
armann.
Fyrir lok febrúarmánaðar skulu full-
gerðir reikningarnir fyrir undanfarið ár
og skal þegar afhenda þá endurskoðun-
armönnum. Reikningarnir skulu síðan
birtir (sbr. 7. gr.) með athugasemdum
endurskoðunarmanna og svörum ráðs-
ins; skulu þeir svo úrskurðaðir af hlut-
takendum við skritlega atkvæðagreiðslu.
Fyrsta reikningsár ráðsins er árið 1917.
15. gr. Til breytingar á lögum þessum
þarf atkvæði 5 fulltrúa. Þvi að eins má
taka til umræðu breytingartillögu við
lögin, að fundurinn hafi meðal annars
verið boðaður i þeim tilgangi og sé það
tekið fram i fundarboðinu.
Breytingar á lögunum öðlast því að
eins gildi, að þær séu hornar undir þá,
er kosningarrétt hafa til ráðsins, og fái
meiri hluta greiddra atkvæða.
Stjórn Búnaðarlélagsins og stjórn
Fiskifélagsins eru fulltrúanefndir fyrir
landbúnað og fiskiveiðar, en hingað til
hefir algerlega vantað slíka fulltrúanefnd
fyrir verzlun iðnað og siglingar. Kaup-
mannaráðið hefir að visu starfað sem
fulltrúaráð fyrir verzlunarstéttina, en hefir
nær eingöngu bygst á Kaupmannafélagi
Reykjavikur. Að verzlunarráði íslands
standa aftur á móti atvinnurekendur í
þessum greinum um land alt. Síðast þeg-
ar aðalmanntal fór fram árið 1910 lifðu
um 10,000 landsmanna á verzlun, sam-
göngum, handverki og iðnaði, en síðan
hefir þeim vafalaust fjölgað mikið og lik-
indi til, að þeim muni fjölga mikið á
komandi árum. En mikilvægi atvinnu-
veganna fer ekki eingöngu eftir þvi, hve
margir lifa á þeim, heldur einnig, og
það mest, eftir þvi hverja þj'ðingu þeir
hafa fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Og
hér er einmitt um atvinnuvegi að ræða,
sem hafa afarmikla þýðingu íýrir alla
þjóðina og velgengni hennar er mikið
undir þvi komin að þeir séu í sembeztu
lagi.
Atvinnuráð, er starfa í svipuðum til-
gangi og ætlast er til að verzlunarráðið
starfi hafa afarlengi tíðkast i öðrum lönd-
um og hefir reynslan sýnt að starfsemi
þeirra er til ómetanlegs gagns. Rað á
sér allsstaðar stað náin samvinna milli
stjórnarvalda og atvinnuráða, enda er
það meginþáttur í starísemi þeirra. Sér-
staklega hafa verzlunarráðin enn fremur
unnið að því að koma á heilbrigðum og
hagkvæmum viðskiftavenjum og á verzl-
unarráð íslands vafalaust mikið starf fyrir
höndum i þessu efni. Erlendis hafa verzl-
unarráðin átt upptök að ýmsum stór-
feldum umbótum, og ávalt hafa þau
vakandi auga með vexti og viðgangi at-
vinnuveganna; hefir oft verið ástæða fyrir
þau að gripa í taumana, hvetja eða letja
til framkvæmda, eftir þvi sem þörf var
á. Þetta atriði er ekki veigaminst fyrir
oss, einkum nú, er gera má ráð fyrir,
að hér verði miklar framfarir innan allra
atvinnuvega, er styrjöldinni lýkur. Þá
verður full þörf fyrir frams)rni og viðsýni
og um að gera að notfæra sér reynsl-
una, bæði okkar eigin og annara. Að
eins með því móti verður hjá þvi kom-