Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 13
ÆGIR
145
ist að slórfé og fyrirhöfn fari forgörðum
vegna fyrirtækja, sem ráðleysislega er til
stofnað.
(ísafold 22. sept. 1917).
Kolaeyðsla á guluskipum.
Maður heyrir oft sagt um gufu-
skip, að sum séu mjög eyðslusöm hvað
kol snertir, en sum aftur sparsöm. Er
það ef til vill miðað við, hversu miklu
skip eyðir yíir árið, eða yfir einhvern
tiltekinn tíma. En ekki er það talið, hve
mörg meterkilógröm af vinnu framknýj-
ari skipsins hafi framleitt yfir tímabilið.
En hætt er við, að hér geti einnig verið
um mismun að ræða, og á það sérstak-
lega við fiskiskip eða botnvörpuskip, því
eins og maður veit, er þar ekki vana-
lega um neinar ákveðnar ferðir að
ræða. Enginn getur því sagt, hve mikil
vinna liggur eftir skipið, þegar það hefir
eytt svona og svona miklu af kolum.
En hversu langt það hefir farið, eða með
hve miklu afli það hefir verið knúð á-
fram, þvi hafa menn ekki gert grein
fyrir. Þess vegna er eigi víst, hve eyðslu-
söm þau hin sömu skip eru i raun réttri.
Öll gufuskip eru þó sjálfsagt eyðslu-
söm, því framknýari þeírra, gufuvélin,
þarf mikið »fóður« í samanburði við þá
vinnu, sem hún framleiðir. Kemur það í
ljós, ef litið er á hita þann er framleið-
ist í eldhólfi gufuketilsins, um leið og
-litið er á það erfiði, sem kemur að not-
um frá skipsskrúfunni og því breytt i
hita. Það mun ekki vera langt frá sanni,
hvað viðvíkur þeim gufuvélum sem hér
eru i botnvörpuskipunum, þó gert væri
ráð fyrir, að hlutfallið yrði eins og 4:100,
enda þótt gangskilyrði viðkomandi véla
væru í æskilegu ásigkomulagi. Af gildi
þessa hlutfalla má ráða það, að gufuvél-
in skilar litlu attur af því verði sem
liggur i kolunum. En því athugaverðari
er hún sem framknýari skipsins. En hin
breytilega mótstaða skipsins, við mis-
munandi hraða, veldur því, að mismun-
andi gagnÆefst af þeirri vinnu sem vélin
framleiðir.
Erlendis viða, eru kolaeyðslutilraunir
látnar fara fram á skipum, áður eu þau
eru tekin til reksturs, og er allmikil ná-
kvæmni viðhöfð, því kolaeyðslan er tal-
in afarþýðingarmikið atriði fyrir útgerð
skipanna. Þessar tilraunir eru gerðar í
því augnamiði, að komast að raun um,
hvaða hraða verði hagkvæmast að nota
fyrir skipið, þegar bæði er litið á kola-
eyðsluna og það ferðalag, sem skipinu
er ætlað.
Yið tilraunir þessar eru ýmsar athug-
anir gerðar, sem oflangt mál yrði upp
að telja.
Regar tilraununum er lokið, og alt
hefir verið skrifað upp er þurfa þykir,
eru samkv. því sem komið hefir í ljós
við tilraunirnar, teiknuð nokkurskonar
»kort« yfir verkmáta vélarinnar. Með
mælingum er svo hægt að finna, kola-
eyðslu, vélarkralt, vélasnúningahraða og
fl. við hvern hraða, sem um er að ræða
að skipið fari.
Kolaeyðsla á gufuskipum er jafnan
mjög stór útgjaldaliður, og þess verð, að
henni séu meiri gætur gefnar en hér
hefir átt sér stað á fiskiskipum, þvi það
virðist liggja í hlutarins eðli, að ekki sé
gengið fram hjá mögulegum hagnaði, eða
með öðrum orðum, að sá hraði sé not-
aður fyrir skipið, sem hagkvæmastur er,
bæði með tilliti til þess, hve fljótt skipið
kemst áleiðis, og ekki síður með tiiliti
til kolaeyðslunnar, því fjarri fer því, að
hraði skipsins aukist ettir sömu hlutföll-
um og kolaeyðslan. Skipið getur því far-