Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 15

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 15
ÆGI R 147 ingur af kolaeyðslunni yfir hina sömu leið með 10 sjóm. hraða á klst. o. s. frv. Rað er sýnilegt, að hér er um alveg beinan ágóða að ræða hvað kolaeyðsl- unni viðvikur, þar eð skipíð hefir farið jafnlangar leiðir. En náttúrlega gengur mismundi langur tími til þess að fara hinar jafnlöngu leiðir. En hversu mikið það hefir að segja, er eigi gott að gera ráð fyrir hér. Það skal tekið fram, að þegar kola- eyðsla skips er þannig miðuð við hraða þess, er ekki gert ráð fyrir annari mól- stöðu en þeirri, sem myndast á milli vatnsíns og þess hluta skipsins sem er niðri i vatninu. Veður og sjólag geta náttúrlega haft mikið að segja. En við þau öfl er hér eigi gott að fást. Ef kolaeyðslutilraunir þær sem getið er um hér að framan, væru látnar fara fram á botnvörpuskipum hér, væru það eflaust talsverðar framfarir í þessa átt, því þannig væri eigi mörgum blöðum um það að fletta, hvernig menn gætu bezt notað sér i hag það fé, sem liggur í eldsneytinu, ef »kort« þau er getið var um væru fyrir hendi. Og líklegt er, að ef menn hefðu svo ákveðinn leiðarvisir til að fara eftir í þessu máli, að þá mundi þvi meiri gaumur gefinn. Ekki er því að neita, að slikar tilraunir myndu kosta talsvert fé, ef það væri beinlinis lagt út til þess, þar eð skipið }rrði að vera á ferð, að minsta i 18—24 klst. En tilraunir þessar gætu einmitt átt sér stað þegar skipið væri á ferð á annað borð, og væri þannig ef til vill litlu við það eytt, nema ef skipið kynni að tefjast i nokkra klukkutíma. En ekki væri minna um vert, að geta fengið nokkurn veginn ábyggilega áætlun uro kolaeyðsluna við mismunandi snún- ingshraða vélarinnar, þegar skipið væri að fiski. Það mundi ef til vill vera erfið- ara, en sjálfsagt væri það samt gerlegt. Að líkindum yrði hér að nokkru leyti að fara eftir útreikningi, þar eð erfitt mundi vera að koma tilraunum við þegar skip- ið væri að fiski, þvi það er ávalt óákveð- inn tími í einu. G. P. J. Merkj asamband milli lancls og skipa. Enn mun það tiðkast, að þegar bátur eða bátar einhverra orsaka vegna ekki geta lent þar sem þeirra er von, þá eru menn sendir til ættingja og vina, til þess að láta vita að báturinn sé lentur, og hafa slikar ferðir tíðum átt sér stað í tvisýnu veðri, sem sýnir að mönnum er áhugamál að gleðifregnin berist hið fyrsta til heimila þeirra er hlut eiga að máli. Hve mikils virði slik gleðifregn er, geta að eins konur og nánustu ættingjar sjó- manna dæmt um, aðrirvarla. Siður þessi er gamall og ætti að haldast þar, sem þvi verður komið við, en nú er breyting á útgerð orðin slik, að ýms vandkvæði verða á sendiferðum og boðum til þeirra, sem hræddir og sorgbitnir bíða eftir fregn- um heima, en þar sem svo er komið, þá verður að halda uppi hinum góða gamla sið á annan hátt og reyna þannig að koma gleðifregnum til þeirra, sem hug- hreysta þarf, eins fljótt og hægt er, sé þess kostur. Fiskiveiðar eru nú aðallega stundaðar a mótorbátum; eru margir þeirra stór skip og því ekki lendandi i vörum. Þeir leggjast fyrir akkeri þar sem best hentar og hest er var, þegar þeir þurfa að hleypa eitthvað undan veðri og ná ekki sinni eigin legu. Oft vill svo til, -að bátar

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.