Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 17

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 17
ÆGIR 149 en einni áskorun verður þó stunið upp enn og mun tíminn sýna, hvernig henni verður tekið. Þeir, sem hafa lesið 9 tbl. þ. árs »Ægis«, munu hafa litið yfir at- huganir þær, er hr. kaupmaður Nielsen á Eyrarbakka hefir gert á briminu þar. Slíkar athuganir eru miklu meira virði en alment er álitið, þar eð þær, hvaðan sem þær koma eru mikilsvarðandi liður i útreikningum þeirra, sem tækju að sér hafnagerð. Sá maður, sem rannsaka á hafnastæði hér við land, getur eigi dval- ið langdvölum á hverjnm stað fyrir sig, hann verður að reikna með þvi, sem fyrir hans augu ber og hlýða á munn- legar lýsingar á staðháttum og fl.; en þar sem oftast vill verða svo, að slikum Kts- ingum ber ekki saman, þá hlýtur að koma á hann hik, sem bæði getur tafið fyrir honum og átt sinn þátt i, að fram- kvæmdir á verki verði ekki eins og menn væntu eftir. Svo mun nú vera ákveðið, að hafna- verkfræðingur hefji rannsóknaferðir sínar kringum landið, til þess að athuga hin tiltækilegustu hafnastæði, gera áætlanir m. fl., og hefur herra hafnaverkfræðing- ur Kirk beðið »Ægir« að flytja lesendum sínum áskorun um að haja á reiðum höndum, sem beztar og ábyggilegastar lýsingar á sjólagi og að setja greinileg merki t. d. með steinum, við hœsta og kvgsta fjöruborð (stórstregmis jlóð og jjöru), þar eð að öðrum kosti verður að miða alt ferðalag við þá daga mánaðar- ins sem stórstreymt er, og gœti það hajl gms óþœgindi i för með sér. En þar sem áðurgreind merki vœru sett, gœtu athuganir farið jram hvenœr sem verkast vildi. Þessari áskorun er beint til þeirra manna, sem eru búsettir í þeim veiði- stöðum, sem rannsaka á, og gæti að öðru leyti átt leið til allra verstaÖya landsins. Mótorbátahafnir geta orðið margar hér við land, þegar framlíða stundir og hver veiðistöð, sem getur gefið verkfræðing þeim, sem rannsókn hefur með höndum greinilega lýsingu á þvi, sem hann þarf að vita um, leggur þann skerf til fram- kvæmdanna, sem getur orðið að ómet- anlegum notum, auk þess hve það er mannlegra að segja við framandi verk- fræðing: »IIjer er lýsing og hún er rétt«, í stað þess að standa frammi fyrir hon- um þegar hann kemur til að vinna það verk, sem velferð og framtíð er komin undir og verða að játa, að enginn hafi tekið eftir 5rmsum atvikum, sem verk- fræðingurinn verður að vita um, þegar hann gerir áætlanir sínar, en lil hinna ýmsu atvika og viðburða má telja, ó- venju mikil ílóð og fjörur, strauma og stefnur þeirra ísrek og yfirleitt má engu leyna, sem síðarmeir gæti orðið mann- vlrki til eyðileggingar, þótt í svip hepp- ist að koma því upp. Bæklingur, sem nefndur væri »Leiðir og lendingar sunn- an og austanfjalls«, ætti nú að fylgja hverjum mótorbát, hvort heldur hann stundaði veiðar eða væri í vöruflutning- um, en enginn vill leggja sinn skerf til hans. Þegar á landinu eru reistir hinir 38 vitar, sem ákveðnir eru, auk þeirra, sem fyrir eru, þá máske menn færu að skilja hvað það þýðir að mála vitana öðruvísi en lögboðið er og vitamálastjóri skipar fyrir, þvi hin mismundi litarbreyt- ing þeirra er leiðbeining fyrir sjófarend- ur, og i samræmi við lýsingu sjóalma- naksins. 21. okt. 1917. (Ritstj.).

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.