Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1917, Blaðsíða 18
150 ÆGIR N ef íiílai’sYlit Fiskiþiiig’sius 1917'. Skýrsla hins síðasta Fiskiþings er að því leyti frábrugðin hinum fyrri skýrsl- um, að í henni sjást engiu nefndarálit. Allar tillögur eru þar prentaðar, en sök- um þess hve mikið annriki var í prent- smiðjunni meðan á prentun skýrslunnar stóð og það, að henni varð að flýta, þá var nefndarálitunum slept, en verða nú smámsaman birt i Ægi i þeirri röð, sem þau komu fyrir á þinginu og birtist hér fyrst Nefn darálit uin stofnuu og starfrækslu stýrimannaskóla íi ísafirdi. Vér undirritaðir, sem Fiskiþingið kaus í nefnd lil þess að athuga áskorun til þingsins frá Fjórðungsþingi Vestíirðinga um stofnun og starfrækslu stýrimanna- skóla á ísafirði, höfum íhugað þetta mál, og borið það undir forstöðumann Stýri- mannaskólans í Reykjavik, hr. Pál Hall- dórsson. Fyrir þinginu liggur, eins og þegar er minst á áskorun frá Fjórðungsþingi Vest- firðinga i tveim liðum, svo hljóðandi: Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið i Reykjavík, að reyna að koma þvi til leiðar: 1. Að Alþingi setji hið bráðasta lög um stofnun og starfrækslu stýrimanna- skóla á ísafirði, með svipuðu fyrir- komulagi og réttindum og er á Stýri- mannaskólanum i Reykjavik. 2. Að Alþingi setji lög um kenslu undir próf í meðferð bifvéla, og láti kenna bifvélafræði í sambandi við skóla þann, sem um ræðir undir 1. lið. Um fyrri lið áskorunarinnar lítum vér svo á, að hann feli helzt í sér kröfu um skóla, sem sé jafnoki Stýrimannaskólans i Reykjavík, þar sem menn geti tekið hin sömu próf (hið alm. íslenzka stýri- mannapróf og hið íslenzka fiskiskipstjóra- próf) með sömu réttindum og við hinn skólann. Þegar hins vegar er íhugað, hverjar á- stæður muni vera til þessarar kröfu, þá eru þær varla þörfin á mönnum til þess að fara með kaupskip og farþegaskip með ströndum landsins og milli landa, heldur bersýnilega þörfin á mönnum, sem hafi nægilega þekkingu til þess að geta talist fullfærir um að vera fyrir fiski- skipum hér við land og þá sérstaklega mótorbátum (mótorskipum), eins og þeir nú tíðkast og munu tíðkast í næstu fram- tíð, m. ö. o. þörfin á mönnum með fiskiskipstjóraprófi. Menn gætu nú litið svo á, að óþarft væri að setja á stofn svona skóla á ísa- firði, þar sem hann er þegar til í Reykja- vík, og að einfaldasta ráðið yrði að fiski- skipstjóradeild hans færði út kvíarnar, eftir því sem aðsóknin að honum yxi og þrengslin ykjust. En við það er það að athuga, að miklu kostnaðarsamara verður það fyrir menn af Vestfjörðum og jafnvel úr Norðurlandi að stunda nám í Reykjavík en á ísafirði, þar sem íjarlægðin frá heimilunum verður yfir- leitt meiri og kröfurnar til lífsins mun hærri í Reykjavík en á ísafirði. Gæti sá kostnaður orðið ofvaxinn mörgum fá- tækum pilti með góðum hæfileikum ann- ars. Sjálfsagt mundi skóli af þessu tagi kosta landið allmikið fé, en í þann kostn- að mundi eigi vert að horfa, þar sem á- stæða er til að ætla, að skólinn mundi heinlinis spara mörgum námsmanni all- mikið fé og (skildi hann köllun sina rétt) skapa holla samkepni við aðra skóla af sama tagi, og um leið gefa þeim sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.