Ægir - 01.10.1917, Page 20
152
ÆGIR
eitt, vefja saman og binda utan um.
Ekki hélt hann að belgurinn þyrfti að
vera í heilu lagi, þar eð hann að eins
væri hafður í smágjörfa hluti, en hvað
sem þvi líður, þá verður að athuga þetta
alt. Hverju er ekki fleygt hér vegna fá-
kunnáttu og ósamheldni manna. Litum
t. d. á Sandgerði. Þar i fjörunni eru þús-
undir króna látnar fara til ónýtis meðan
á vertið stendur. Kinnar og gellur eru
matur, beinin má mala og hafa til ým-
islegs, roðið af hausunum er dýr vara,
notað i lím — öllu þessu er fleygt hér.
Hákarlsskrokkum í heilu liki er fleygt
þegar búið er að ná lifrinni og ekkert
verið að hugsa um, hvort það sé pen-
ingavirði eða ekki sem fleygt er, og þó
kvarta allir um peningaleysi og bjargar-
skort. Sviar og Amerikumenn munu nú
einna lengst komnir í þvi að nota alt úr
fiskinum. Úr þorskbeinum eru nú t. d.
tilbúnir hnappar, hárkambar o. tl. og alt
kemst það á heimsmarkaðínn og hirð-
ingin horgar sig, og enginn vafi á, að
mörgu af þvi, sem nú þykir sjálfsagt að
íleygja hér, verður innan fárra ára haldið
saman og komið á markað sem annari
verzlunarvöru. Spurningin er að eins sú,
hve lengi ætla menn að fleygja i sjóinn
og fjörurnar ígildi beinharðra peninga.
Gömul seglskip.
Hvervetua hafa Danir verið álitnir
mestu þrifnaðarmenn og hirðing á skip-
um þeirra viðurkend um allan heim, og
skipasmíðar þeirra lýsa vandvirkni, hvar
sem á er litið, enda bera hi:n gömlu skip
þeirra, sem enn eru í förum, þess beztan
vott.
I haust fóru fram kaup á jagtinni
»Constance« af Onsevig, er þún smíðuð
á Ærö árið 1723; viðgerð fékk hún 1868,
og er enn sterkt og gott skip þrátt fyrir
aldurinn, sem nú er orðinn 194 ár. Skip
þetta er úr eik, og að eins 35 smálestir
brúitó.
Fjöldi danskra seglskipa er yfir 100 ára.
Næst á eftir »Constance« kemur galeas
»Marie«, eigandi H. Östermann i Mars-
dal. Skip þetta er smiðað í Troense árið
1776, og er 41 smálest að stærð, bezta
skip enn þá. Þá kemur galeas »De tvende
Brödre«, eigandi J. R. Eriksen í Marsdal,
smíðaður í Marsdal 1785, og sama ár er
galeas »Erik Hansen« smíðaður, er nú er
skrásettur í Ommel. Bæði þessi skip eru
rúmar 80 smálestir. Galeas »Albertine«,
80 smálestir, er smíðaður í Troense árið
1794, og sama ár er jagtin »De íire
Brödre«, 20 smálestir, smíðuð í Marsdal.
Jagtin »Marie«, smíðuð 1804, galeas »De
tvende Brödre« 1809, galeas »Alf«, skonn-
ortan »Fredshaabet« og galeas »Paqu-
etten«, öll þrjú smiðuð árið 1811.
Öll þessi skip eru i förum enn, og álitin
að vera beztu fleytur.
Það væri góð bending til allra þeirra,
er skipum halda úti og hafa þau með
höndum, að fá að sjá kostnaðarreikning
yfir árlegt slit á dönskum seglskipum. Á
slikum reikningum má bezt sjá góða með-
ferð á hlutum, kunnáttu i að færa í lag
það sem aflaga fer, án þess að þurfa að
kaupa nýtt. Kemur slíkt af tvennu. I
fyrsta lagi eru margir skipstjórar eigend-
ur eða meðeigendur skipa, og í öðru
lagi er hreinlæti og reglusemi meðfædd
sjómannastéttinni þar, og eftir eigendum
skipa laga þeir sig, sem ekki eru eig-
endur, og vilja engir eftirbátar verða á
þeim skipum, sem þeim er trúað fyrir.
Á vetrum eru það víða skipstjórarnir,
sem laga allan reiða, sauma segl og út-