Ægir - 01.10.1917, Side 23
ÆGIR
155
bátnum en mist bátinn. Vélbátunum tókst
að bjarga öllum mönnunum og koma
bátunum fimm til lands«.
Á þilskipinu »Hurricane« lá einnig við
stórslysi og er hrakningum þess lýst
þannig:
»1 ofviðrinu fyrstu daga mánaðarins,
þegar »Trausti« fórst, lenti skúta ein frá
Seyðisfirði í miklum hrakningum. Hún
var á leið frá Eyjafirði austur fyrir land,
er veðrið skall á, og eftir 5 daga brakn-
inga var hún komin suður á móts við
Fáskrúðsfjörð, þar náði vélbátur í hana
og dró í höfn. Höfðu fyrst öll seglin
rifnað í tætlur, síðan misti hún bæði
möstrin og laskaðist að öðru leyti all-
mikið. Skipshöfnin var öll heil á húfi«.
Fiskifélagið.
Á siðasta Fiskiþingi var samþykt til-
laga um, að maður yrði hið fyrsta send-
ur til Ameríku til þess að greiða fyrir
sölu á islenskum sjávaraturðum, og lögð
áhersla á, að slíkur maður væri sendur
þegar á þessu ári, og um leið skorað á
alþingi að veita 10,000 kr. á ári til er-
indrekastarfs erlendis. Af fé því, sem
veilt var til þessa starfa voru eftir 4000.
kr., þar eð hr. Matth. Þórðarson að eins
fékk útborgun greidda hið fyrra árið.
Stjórn Fiskifélagsins var ljóst, að 4000
kr. til Ameríkufarar var svo lítið fé,
að hér gat að eins verið að ræða um
að koma og fara, um dvöl og athugan-
ir varla að ræða, og peningum þessum
með þvi móti kastað á glæ, án þess að
hafa nokkuð verulegt gagn af þeim, enda
hægt að fá nægar upplýsingar um það
hjá þeim, er nýverið hafa verið í Amer-
iku hve langt komasl má með að eins
4000 kr. Það er drýgra að koma með 1000
dali hingað og skifta þeim í danska
mynt, en að fara héðan með 4000 kr.
og skifta þeim i dali í Ameríku, og eiga
með þeim að borga veg sinn þar.
Áskorun um fjárveitingu tók alþingi
svo, að það veitti 12,000 kr. á ári til er-
indrekastarfins erlendis með því skilyrði,
að sá er sendur væri aflaði öllum ís-
lenskum afurðum, eftir þvi, sem í hans
valdi stæði, betri, tryggari og víðáttumeiri
markaðar en verið hefur.
Stjórnarráðið hefir nú veitt hinar ó-
notuðu 4000 kr. fyrir þetta ár til erind-
reka erlendis og skoraði á stjórn Fiski-
félagsins, að benda á hætan mann, er
þegar gæti farið til Ameríku og var bent
á alþingismann Matth. Ólafsson og sam-
þykti Stjórnaráðið hann.
Er nú afráðið að M. Ólafsson fari vest-
ur með »Gullfossi« um 24. þ. m., sem
erindreki Fiskifélagsins og um leið lætur
hann af erindrekastarfi innanlands er
hann hefir haft á hendi fyrir Fiskifélagið
síðan 1. janúar 1914.
Yélfræðingur Fiskifésagsins
hr. Ólafur T. Sveinsson heldur um
þessar mundir námsskeið í mótorfræði
hér í Reykjavík. Ryrjaði námsskeiðið hinn
10. þ. m. og mun standa yfir 2 -3 mán-
uði. Á það eru nú (21. okt.) komnir 20.
til 30 nemendur. Námsskeið þetta mun
verða hið lengsta, sem enn hefir verið
haldið.
Erlendis.
14,500 tonna niótorskip.
Hið stærsta mótorskip, sem smíðað
hefir verið í Randarikjunum, er »Mau-
mee«, sem er kolaflutningaskip flotans.
Skip þetta er að stærð 14,500 tons,
hefir 2 skrúfur og 2 Dieselvélar; hefir