Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1920, Page 2

Ægir - 01.09.1920, Page 2
90 ÆGIH ráðnir 29 er vert að fara nokkrum orð- um um til skýringar þeim, er hlut eiga að máli. Til þess að ráðningastofa nái tilgangi sínum þarf kaup að vera ákveðið, það þarf að vera kunnugt þeim, sem leita til hennar eftir fólki, því hennar verka- hringur er ekki að prútta við menn. Sama er að segja um verkamenn, sem leita atvinnu hjá skrifstofunni, þeim er sagt, að þessi eða hinn hafi beðið um fólk en vilji ekki gjalda meira lcaup en það, sem hann hefur tilkynnt skrifstof- unni, en það þykir verkamanninnm of- lítið, því hann hefur heyrt að aðrir biðu betur og samningar komast ekki á. Á skrifstofuna komu margir, sem spurðu eftir vinnu, voru skráðir, aug- lýsingar settar í blöðin, en þeir sáust aldrei framar; þeir spurðu um kaup, líkaði það ekki og leituðu að betri kjör- um og máski fengu þau. Þessi er ástæð- an til þess, hve fáir af hópnum voru ráðnir. Hjer á landi hafa hjú ekki vottorða- bækur, er segja hvar þau hafi verið í vist og hvernig þau hafi þar reynst. Slíkar bækur hafa þó sjómenn, en þær eru ekki alment í vasa þeirra hjer, er þeir leita sjer atvinnu, enda ekki gjört ráð fyrir að þeir fi'amvísuðu þeim á ráðningaskrifstofunni; en gjörum ráð fyrir að slíkar bækur væru almennar hjer, þá ætti skrifstofan að heimta þær, í hvert skifti, sem einhver kæmi til að lála skrifa sig á lista, sem pant upp á það, að eigandi hennar sýndi sig aftur, að minsta kosti til að sækja hana og skýra frá hvort liann vildi þá vinnu sem byð- ist eða væri hættur við og óskaði að nafn hans væri slrykað út. Pá væri ekki um neitt gabb að ræða, en að láta skrif- stofumennina þenjast um bæinn til að ieita að sjer er vinna býðst og hafa aldrei ætlað sjer að fara í vinnu þá, er talað var um, það er gabb, og það kom fyrir í vor, oftar en einu sinni. Kaup skrifstofumanna var ákveðið 200 krónur á rnánuði. þykir það ef til vill hátt fyrir eina klukkustund á dag, eins og skrifstofutíminn var í byrjun ákveð- inn, en sú klukkustund varð oft löng, þegar við þurftum að vera að leita að mönnum, sem á lista voru, út um allan bæ, heimsóknir og hringingar í síma byrjuðu eftir að við vorum komnir heim, hvar við áttum að skýra frá ýmsu, eink- um viðvíkjandi vinnuveitendum, sem auglýst hafði verið að vantaði verkafólk og var ekki ósjaldan, að við vorum spurðir um heimilsbrag m. fl., sem við alls ekki gátum vitað. Þetta skýrir skiln- ingsleysi á hvað ráðningaskrifstofa er; í fyrsta lagi okkar að sinna nokkru í þessa átt utan hins auglýsta skrifstofu- tíma, í öðru lagi vinnubeiðenda, er ætl- ast til, að við utan hans værum í þjón- ustu skrifstofunnar og hefðum á götunni, livar við vorum jafnt teknir tali um ráðn- ingu og á heimilum okkar, plögg í vösun- um til upplýsinga er nauðsynleg voru, er skýra skildi frá. Með þessu lagi varð því tími sá er tiltekinn var °g auglýstur, nokkuð langur. Vikadrengur var enginn, snattferðir allar ui’ðu skrifstofumenn að annast sjálfir eftir skrifstofutíma. Hjer fylgir jafnaðarreikningur skrif- stofunnar: Jnl'uaðurruilniiiigur Ráðnlngarskrlfstofnnnar 1. april til 1. júlt. 1920. T e k j u r : Frú Fiskijjelagi Islands: Kr. au. Peningar ........................ 1050 00 Frá Búnaðarjjelagi: Peningar......................... 1050 00 Samningagjöld................. . 100 00 Kr. 2200 00

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.