Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1920, Side 6

Ægir - 01.09.1920, Side 6
94 ÆGIR borga það, sem honum var gert til góða og nýtt sldp er í smíðum. Þótt jeg vildi verða við bón þeirra, sem beðið hafa mig að bœta einhverju við, sem krassaði, þá gleddi það engan, breytti engu öðru en þvi, að við sem skrifuðum pistilinn, stæðum eftir sem Idíóiar, vegna þess, að við getum ekki svarað því, hvernig ætti að stjórna fyrir- tækinu svo öllum likaði, en þá úrlausn- ina vantar, og hvernig peningar þá kæmu í sjóð, ef tilraun væri gjörð til, að allir gætu ráðstafað ferðum skipanna, sem hverjum einum þætti henta hest fyrir sig. Svara þessu get jeg ekki og ekki heldur þeir, sem sent hafa mjer skrif til árjettingar um þetta efni — en vanti þá útskýringu er allt þýðingarlaust. Reykjavík 13. Sept. 1920. Sveinbjörn Egilson, Reykjanessviti, Dyrhólaviti og Ingólfshöfðaviti. Eins og við allir vitum, eru jarðhreyf- ingar ttðar á Reykjanesi og afleiðingar þeirra var flutningur vitans frá hinum upprunalega stað. í fyrravetur urðu tals- verðar hreyfingar á nesinu og laskaðist þá Ijóskerið og vitavörður þar er skilinn eftir á þessu hættulega annesi símalaus, þrátt fyrir, að bent hefir verið á það í blöðunum, að viti sá yrði ekki aðeins að hafa síma, heldur einnig merkjastöð til þess að greiða fyrir siglingum stórra seglskipa, sem þurfa leiðbeininga áður en þau eru komin upp í landsteina, eins og raunin hefir nýlega sýnt og einnig til að greiða fyrir vinnu við Reykjavikurhöfn. En almennur vilji manna og skilningur er að vettugi virtur. Dyrhólaviti er látinn eiga sig einn, þar er enginn vitavörður, sem heldur vörð á nóttunni og gætir að, hvort snjór safnist á glerin í ljóskerinu og minki þannig ljósmagnið, sem sæmilegt þykir á þessum bráðnauðsynlega annesvita að hafa 16 sjómilur, eða 6 sjómilum minna en ljósmagn Reykjanesvitans. Iíenning sú, er i okkur sauðsvarta íslendinga á að troða, er, að á gler vitanna safnist ekki snjór né ís. En hversvegna er það þá skylda vitavarðanna að bera spritt á rúðurnar í frostum, og hvers vegna hafa þeir fengið ofanigjöf hafi í dagbókum staðið, að rúður hafi lagt i ljóskerinu? Dettur nokkrum það í hug, sem á Is- landi lifir, eða þeim, sem hafa verið ásjó suður á Banka í útsynningsjeljum eða austanbyl, að ekki geti safnast á rúður í slíkum veðrum, sem þar geysa. Menn reiða sig á að Ijósmagnið sé hið sama og skýrt er frá í sjómannaalmanakinu, og á Dyrhólaey og Ingólfshöfða má það sannarlega ekki minka, en minka gerir það í hvert skifti sem nokkur snjór, ís- ing eða klaki sezt á rúðurnar. Á vertíð i fyrra birtist auglýsing í Vísi, sem gat þess, að Dyrhólavitinn logaði ekki. Slíkar auglýsingar eru góðar og blessaðar fyrir okkur, sem í landi erum og eigum enga okkar nánuslu suður á Banka eða í þann veginn að taka land, en huggun geta þær ekki verið konum þeim og börnum, sem eiga aðstoð sína á einhverri skút- unni á einhverjum hættulegasta stað við landsins strendur, og þeir sem á sjónum töpuðu þessu leiðarmerki, gátu enga auglýsingu fengið, ekki heldur þeir, sem á seglskipum voru ef til vill að leita landsins og reiddu sig á, að vitar væru kveiktir. Einar fjórar danskar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.