Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1920, Side 7

Ægir - 01.09.1920, Side 7
ÆGIR 95 mílur er vegalengdin frá því Ijós vitans sést og þangað til komið er upp í grjótið. Hver dönsk mila fer að verða stutt fyrir seglskip, sem í álandsvindi og hafróti er komið upp á grunnið, en það er sjó- mannasiður, að leita að vitum á annesj- um, sem álitið er að sterkastir þurfi að vera til þess frá sjónarhring hins þekta ljóss að rétta sína stefnu. Sé það ljós- magn minna en skýrt er frá, verður stefnan önnur en ætlast er til, þ. e. skipsraenn fara villn regar. Ingólfshöfðavita. Þar er enginn vita- vörður búsettur í vitanum eða við vit- ann, og er þó Ingólfshöfði eyja, sem fullörðugt gæti orðið að komast út í þegar Skeiðará og önnur jökulvötn eru i algleymingi, Á kortinu er næsti bær höfðanum Fagurhólsmýri og virðist það löng sjávargata. Ekki vil eg hér lýsa ferðalagi manns þess, sem gefa á þessum annesavita auga, því það get eg ekki ennþá, en ekki þykir þó þurfa að hafa ljósmagn hans meira en 17.5 sjómilur og á milli sjónarbaugs hans og sjónar- baugs Dyrhóla eru nálega 40 sjómílur. Þar er svartholið, sem geymir leyfar eftirfarandi skipa: Friedich (þýzkur) strandaði 1900. Prásident Herwig (þ.), strandaði 1898. Lindsay (enskur), strandaði 1901. Hichard Simpson (e.), strandaði 1899. Innan sjónarbaugsins nær höfðanum eru: Friedrich Albert (þ.), strandaði 1903. Wiirtenberg (þ.), strandaði 1906. Þarna er því staðurinn, sem slysin hafa flest orðið, þar er ljóslaust, og enn hættulegra er svæðið kringum höfðann, skyldi nú vitanum, sem stendur þarna einn, detta í hug að gera skrúfu, eins °g Dyrhólavita í fyrra. Að slys hafa orðið svo tíð á þessu svæði telja menn það, að yfirmenn skip- anna hafa ekki ætlað fyrir því á stefnu sinni, sem Golfstraumurinn ýtir þeim upp að landinu, er úr hafi koma upp að þvi. Yfirmenn skipanna hafa allir álilið, að þeir væru á réttri leið fram bjá Portlandi, en orðið of grunt og ef- laust ekki ráðið við neitt er inn i grunn- brotið var komið. það er ekki svona beint út i loftið, að sk)Vli það fyrir sldpbrotsmenn, er Thom- sen gaf, var reist á þessum stað. Það eitt var nægileg bending til þess, að þarna væri reistur sterkasti viti landsins, með húsi fyrir vitavörð, og vandað til alls, en þar er sjófarendum boðið veikara ljós en á Reykjanesi, þar sem hann lýsir rúmri danskri mílu skemur út. Par er engin til að halda glerjum hreinum dag- lega, eða bera spritt á rúður þegar frost er, og reynslan hefir sýnt, að þangað ber framandi að, sem landsins leita til að skila af sér nauðsynjum þeim, er við getum ekki án verið. Pólt ekkert tillit væri tekið til 800— 1000 manna, sem fyrir sunnan leita sér síns brauðs um það leiti árs, sem veður eru verst, ekkert tillit til þeirra, sem eiga alt sitl undir þvi, að þessum mönnum takist að ná landi, þá mætti þó vænta þess, að tillit væri tekið til, hvort vörubirgðir frá útlöndum, sem lands- mönnum eru nauðsynlegar, kæmust á réttan stað á réttum tíma og að alt landið kæmist ekki undir gömlu »klausúlu« Keflavikur, sem ekki mátti leggjast á, nema að iðgjald væri sérstaklega greitt vátryggjendum fyrir það. Betri er enginn viti á annesjum eins og Portlandi og Ingólfshöfða, heldur en þeir, sem geta svikið sjófarendur þegar inest á riður. Aðeins það, að sjómenn hætta að reiða sig á þá, kostar tima og le, enginn veit nú, hvenær Dyrhólavitinn slokknar, vegna þess að grjót fýkur á

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.