Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Síða 9

Ægir - 01.09.1920, Síða 9
Æ GIR 97 Ingólfshöfða, sé hans leitað, eru seglskip nörruð of langt inn að ströndinni og svo má búast við, að enn sé farið lengra inn, þegar viti þar logar ekki, þvi sönn- unin er fengin fyrir þvi, að vitar suður- strandar landsins þurfa gæslu aí mönnum, sem farið er með eins og menn og sem sjófarendur geta reitt sig á. íslenzkir skipstjórar, sem vinna á Bönknnura í skammdeginu hafa mótmælt þessu patenti á landtökuvilunum, en þeim er ekki sint. Kröfu um símsspotta til Reykjaness er heldur ekki sint. Það hreyfir sig enginn, þegar Dyrhólaviti slokknar á miðri vertið — og myrkur er þar i nokkra daga, það er sönnun fyrir þvi, að okkur sauðsvörtum Islend- ingum má bjóða alt og hér er það lika sannarlega gert. Það er d5Trt að reisa fullkomna vita, en dýrara getur orðið að hafa óábyggilega mannlausa vita á hættu- svæði, sem enginn getur reitt sig á, sem þekkir, og getur orðið framandi mönnum, sem treysta þvi, að alt sé eins og vera ber, að fjörlesti. Þyki mönnum það frekja af mér, sem ekki sem stendur nota þessi ljós, að fara að gera þelta lítilræði að blaðagrein, þá vona eg að mjer sé gefið »vink« um það opinberlega, að mér beri ekki að vera að niðra mannvirkjum þeim, sem okkur eru af- hent, og mér bent á að eg skilji ekki, að við eigum að vera það góð börn, að þegar við okkur er sagt: »Þarna hafið þið iunréttÍDguna, svona á hún að vera handa ykkur«, að við þá lofum og prís- um alt, sem hið fullkomnasta, hvort sem við getum notað það eða ekki. Enginn hefir skorað á mig að hreyfa þessu máli, að eins langaði mig til þess að komast effir, hvað góð börn við æltum að vera og vonast til að einhver finni sig til- kvaddan að skýra það mál fyrir okkur öllum. Þvi mál þetta þarf að skýra, — fyrst svo, að islenzkir sjómenn geti skilið það, hvar í gróðinn felst, og í öðru lagi hverjar afsakanir við getum framborið, þegar erlend skip, er færa okkur flutn- ing, leita að vitum og finna þá ekki þar sem þeir eiga að vera, vegna þess að maskineriið fungeraði ekki, eins væri ekki úr vegi að sjófarendum væri bent á, hvers vegna Dyrhóla- og Ingólfshöfða- vitar þurfa eigi að liafa jafnsterkt Ijós og Reykjanesviti. óskandi fyrir okkur alla væri að skýr- íngar þær yrðu svo sláandi, að eg og aðrir mér líkir mættum skammast okkur og þegja, að þær gleddu hin mörgu hundruð manna, sem á löngum vetrar- nóttum vinna fyrir sér og sínum á þessu hættulega svæði, að konur, unnustur, feður og mæður þyrftu ekki að lesa auglýsingar i dagblöðum um það, að þessi eða hinn vitinn logaði ekki þegar mest riður á, og hafa engin lifandi ráð til að koma fregninni um hættuna til ástvina sinna, því vonandi verður ekki skýringin svo: Sjókarlarnir eru ekkert of góðir til að finna það út sjálfir, livort logar á vitnnunx eða ekki. — En það svar væri þó ekki ósvipað öðru hér. Svo má vel vera, að vitabyggingar sem væru við hæfi suðurstrandar landsins þætti það dýrar, að fyrir okkar fátæku litlu þjóð kæmi ekki til mála að ráðast i slikt, en er þá öllu hjer ráðstafað svo, að sú kynslóðin, sem ræðst i þau stór- virki, sem koma kynslóð eftir kynslóð að notum, eigi ein að borga brúsann. Mjer hefur ávalt skilist það svo, sem eftirkomendur okkar ættu einnig að leggja fram sinn skerf og eitthvað gjöra vitagjöldin. Yitabyggingar og fyrsta flokks ljós er afskaplega dýrt, það skil jeg vel, en óorð það, sem suðurströnd landsins fær á sig

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.