Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1920, Page 13

Ægir - 01.09.1920, Page 13
101 ÆGIR 1. gr. Nefndin hefir fult vald til að ákveða hámark söluverðs á innlendri og útlendri nauðsynjavöru. Nefndin ákveður sjálf hvað sé nauðsynjavara og auglýsir það svo oft sem þörf þykir. Nú vill seljandi nauðsynjavöru, sem ekki hefir verið sett hámarksverð á, hækka verð hennar, skal hann þá leita leyfis verðlagsnefndar, sem úrskurðar hvort hækka megi, og hve mikið. 2. gr. Til þess að geta ákveðið sanngjarnt verðlag, hefir nefndin vald til þess að heimta upplýsingar bæði frá opinberum stofnunum, embættis- og sýslunarmönn- um, svo og einstökum mönnum, um söluverð vöru á hverjum stað, svo og að heimta öll þau gögn, sem geta haft þýðing í þessu efni. Enníremur heíir nefndin lieimild til að krefjast upplýs- inga um vörumagn á hverjum stað. 3. gr. Nú álítur nefndin að fengnum upp- lýsingum og eftir sérstaklega að hafa leitað álits og umsagnar seljanda, ef henni þykir við þurfa, að verðlag á einhverri nauðsynjavöru sé of hátt, og skal hún þá ákveða hámark söluverðs. Fáist eigi þær upplýsingar, sem nefndin hefir heimtað, eða komi þær ekki í tæka tíð, ákveður hún verðið eftir þeim gögn- um, sem fyrir liggja. 4. gr. Verðlag það, sem þannig er ákveðið, stendur þar til því er breytt af nefndinni. Svo fellur það og úr gildi, jafnskjótt sem nefndin hættir. 5. gr. Seljandi vöru, sem hámarksverð er á, skal skylt að hafa á sölustað auðsýnilega skrá um hámarksverðið. Lögreglustjóri skal hafa nákvæmar gætur á því, að seljendur haldi vandlega öll ákvæði verðlagsnefndr um hámark sölverðs. 6. gr. Nú er seljandi eða annar óánægður með verðlag, sem nefndin hefir sett og má þá áfrýja ákvörðun nefndarinnar til atvinnumálaráðherra, sem leggur fulln- aðarúrskurð á málið. 7. gi'. Rá er nefndin hefir ákveðið verðlag á einhverri vörutegund, tilkynnir hún það atvinnumáladeild stjórnarráðsins og lögreglustjóra, sem aftur birtir það almenningi á þánn hátt, er tíðkast að birta opinberar auglýsingar. Ákvörðun um verðlag gildir frá þeim degi, sem hún er birt. 8. gr. Brot gegn þessari reglugerð varða sekt- um frá 100—10,000 kr., og skulu mál út af slíkum brotum rekin sem almenn lögreglumál. Ef menn gefa ranga skýrslu um þau atriði, er að framan greinir, fer um slík brot eftir ákvæðum hinna almennu hegningarlaga. 9. gr. Verði ágreiningur um skilning á reglu- gerð þessari, sker atvinnumálaráð- herrann úr. 10. gr. Nefndin hefir starfa þennan með höndum þangað til atvinnumálaráðherra afturkallar umboð það og vald, sem

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.