Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1920, Síða 14

Ægir - 01.09.1920, Síða 14
ÍÖ2 ÆGIR nefndinni er falið samkvæmt þessari reglugerð. Reglugerð þessi öðlast gildi nú þegar, og þar með er felt úr gildi reglugerð 15. okt. 1917 um framkvæmd iaga nr 10, 8. september 1915 og laga nr. 7, 8. fe- brúar 1917. Atvinnn- og samgðngumáladeild Stjórnarráðsins 28. september 1920. Pjetur Jónsson Oddur Hermannsson. Hinn 21. september var skipuð verð- lagsnefnd, sem fyrst um sinn starfar að eins innan Reykjavíkur. í nefndina voru skipaðir: Björn Pórðarson hæstaréttarit- ari, formaður, Björn Sigurðsson, fyrv. bankastjóri, Geir Sigurðsson skipstjóri, Guðjón Guðlaugsson alþingismaður og Héðinn Valdemarsson skrifstofustjóri. Fréttir. Stórt síldarfélag hafa Þjóðverjar í Hamborg gengist fyrir að stofnað yrði, enda mun það nú þegar stofnað. En það er bygt eingöngu á ferskri síld til reikingar. Mörg stór reykingarhús í Þýskalandi, Austurríki og Tsékkósló- vakíu eru í því og sömuleiðis útílytjendur nýrrar sildar í Englandi, Hollandi og á Norðurlöndum. Hlutafé þessa félags er 10—15 miljónir marka, og býst það við, að gera verslun með síld fyrir 500 milj. marka á ári. Norðmenn vænta sér góðs af að fá þarna markað fyrir nokkuð af vorsíld sinni. Þeir búast við að selja 2—300,000 kassa og fá fyrir þá 4—6 milj. króna, lágt reiknað. Fiskiveiðar Eæreyinga. Færeyingar öíluðu fyrir 13.131.650 krónur árið sem leið (1919) en 1918 var afli þeirra 10.041.400 króna virði. Af aflanum 1919 áttu lcúttarar 10.278.270 kr., en bátar [2.853.380. krónur. Nýr fiskur til neyzlu heima fyrir er hér ekki talinn með. Fiskiskip Færeyinga voru í árslok 1919, 128 kúttarar, tonnatal þeirra, alls 9.101. Um 192 mótorbátar og 1442 róðrarbátar stunduðu veiðar við eyjarnar. Eftir virðingu sem fram fór 1915, var verð þessara 192 mótorbáta 659.700 krónur og verð allra róðrabáta 150.755 krónur, eða öll bátaeignin virt á 810.454 krónur. Árið 1918 voru drepnir 344 hvalir (grind) Árið 1919 voru drepnir 153 hvalir (grind). Fiskiveiðar í Danmðrkn gáfu af sjer árið 1913 17.515.200, 1914 17.293.200, 1915 26.525.000, 1916 57.792.- 500, 1917 35.159.900, 1918 41.739.000 og 1919 54.112.300 krónur Ostruveiðar í Limafirði og fiskar veidd- ir i ám og vötnum eru ekki taldir í áðurnefndum upphæðum. Um árslolc 1919 áttu Danir 16.370 báta; af þeim höfðu 4.661 mótora. Virðingar- verð allra bátanna var talið 32.028.700 krónur. Börkunarefnlð ,Tarcat‘. Noklcra dúnka af börkunarefninu »Tarcat«, sem minst var á í 5. tbl. Ægis þ. á. hefir Fiskifélagið nú fengið til reynslu. í hverjum dunk eru 20 kilo af börkunarefni. Efni þetta þarf ekki að

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.