Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 5

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Stjórn Fiskífélagsins 1926—1928. Forseti: Kristján Bergsson, skipstjóri. Varaftírseti: Arngrímur Fr. Bjarnason, kaupmaður, Bolungavik. Meðstjórnendur: Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur. Geir Sigurðsson, útgerðarmaður. Varameðstjórnendnr: Framkvæmdastjóri A. V. Tulinius. Framkvæmdastjóri Jón Ólafsson. Björgunarráðstafanir. Feir sem fylgst hafa með því, sem í Ægir hefir verið ritað siðan 1914 um ráð lil að minka hætlur á sjó, mun það ljóst nú, að lítið tillit hefir verið tekið til þeirra ráða, sem þar hafa verið fram- sett og varla að furða. Eg undirritaður hefi að mestu verið einn um þessi skrif og fáir veitt því lið, sem bent var á, með því að tilkynna mér eða rita um þær hroða aðíarir og ófyrirgefanlegan glannaskap, sem átt hefir Nr. 2.-3. sjer stað, síðan eg byrjaði að skrifa um björgunarmál í Ægi. Eftir mínar fyrstu greinar ætlaði eg að hætla að eiga við þetta og skrifa um önnur efni í blaðið; þá fekk eg dag einn boð frá skólabróður minum, Forsteini Erlingssyni, og bað hann mig finna sig, sem eg gerði hið sama kvöld. Hann sagði við mig, að það gleddi sig, að eg væri bvrjaður að skrifa um björgunar- mál og sagði eg honum þá, að eg mundi ekki fara lengra út í það atriði, en það sem komið væri, þar sem enginn hefði kornið og rætt það atriði við mig, því eg teldi það vist, að enginn hefði áhuga til að fylgja mjer að máli og leitt væri fyrir mig að stagast sí og æ á því sama og fá ekki svo mikið sem skammir fyrir skrifin, sem mundu herða á mér, hvað þá smágreinar i Ægir málinu til stuðn- ings. Þorsteinn heitinn sagði þá, að eg skyldi ekki láta það á mig fá, heldur halda áfram og kæra mig hvergi og bað mig að lofa sér því, að lála það mál aldrei niðurfalla meðan eg gæti haldið á penna og því lofaði eg honum, og hefi nokkurn vegin haldið. Frátt fyrir, að ýmsar bendingar og áskoranir hafa birst síðan, um varúð á sjó, þá hefir ekkert að heita má lagast og ýms alvik mætti telja um svaðilfarir og illan búnað skipa, en það er nú svo með það, að þar sem eg tel mig lslend- ing, reyni eg að birta sem minst á prenli um það, sem yrði til þess, að útlend- ingar kæmusl á snoðir um ýmsar að- Reykjavik, Febrúar - Marz. 1926.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.