Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1926, Side 6

Ægir - 01.02.1926, Side 6
20 ÆGIR farir fiskimanna landsins, sem lítill, sómi væri að. Glannar eru alt annað en góðir sjómenn og munu aldrei eiga samleið með hinum síðartöldu. Að vanrækja að hafa lúkur lokaðar að sjómannasið eða að strengja línur milli reiða, fyrir menn til að grípa i ef sjór fellur yfir skip, er ófyrirgefanleg vanræksla, sem þeir að eins leyfa sér að viðhafa, sem enga hugmynd gera sér um, hvað það er að stofna lifi manna sinna i voða, og er því ekki trúandi fyrir fleytu. Ásiglingar hafa hjer orðið svo, að þegar til sjórjettar hefir komið og skýrslur hafa verið lesn- ar upp, gengur það hneyksli næst, að slík skrif, sem sumar þeirra innihalda, skuli framlögð í sjórjetti landsins. Oss er það öllum í fersku minni þegar sú fregn barst hingað sunnud. 10. janúar að 2 mótorbátar hefðu lagt frá Stokks- eyri deginum áður (er loftþyngdarvog henti á storm), með um 30 menn hvor, úl á Atlandshafið og verið úti um nótt- ina fram á hádegi næsta dag, tekið þennan lifandi farm frá konum og börn- um, ættingjum og vinum, til þess máske að ástæðulausu að stofna þeim í voða og bersýnilega lífshættu. Nokkrir menn komu til mín mánudag 11. janúar og báðu mig að skrifa um það, sem sumir nefndu morðtilraun og bréf fjekk eg upp á hið sama, en til þessa hefi eg ekki lálið ota mér til skrifa, hefi gert það ótilkvaddur enda voru bölbænir manna hér til þeirra, sem fyrir ferðalagi þessu stóðu slíkar, þótt ekki kæmu þær á prent, að eg vildi engu bæta við, eink- um þar sem eg í hóp annara manna horfi oft og títt á fólksflutning þann á mótorbátum, hjeðan frá bryggjunum, sem er til háborinnar skammar, og drýgði sjálfur þá synd 14. maí 1916, að flytja telpu, sem hjá mér var út i »Svan«, sem átti að leggja á stað um kvöldið og var hún 105. farþeginn og auk þess son minn út á sama skip sunnudaginn, sem flug- vélin drap hér barnið og var hann hinn 75. f^rþegi. Var þá töluverð dekklest á skipinu. Eg fór út á »Botniu«, sem lá við bryggjuna, til þess þaðan að veifa klút til stráksa, þá var »Svanur« að komast á skrið og voru þá 3 unglingar að búa um sig í bakborðsbátnum, sem bar um 8 menn i logni, en í þeim á stjórnborða sátu fjórir og borðuðu »fro- kost«. Við borðstokkinn á »Botniu« stóðu kokkar, þjónar og tveir hásetar og skemtu sér vel við að horfa á burtför skipsins og mátti þar heyra setningar á dönsku svo sem: »Se paa den Sejlads, sikke Idioter, det er et nydeligt Passagerskip, Den kommer sku ikke langt för den kæntrer. Gud straií'e mig om de ikke gaar til köjs i Redningsbaaden«. Begar hingað var komið fór eg á land og lang- aði ekki til að heyra meir, gat ekkert sagt gegn rjettmætum orðum hinna cjönsku og sjónin var í alla staði ljót — og okkur til hneysu. Á Aðalfundi Fiskifélagsins 1925 var kosin nefnd til að rannsaka orsakir til slysa á sjó og leggja fram tillögur sínar fyrir Fiskiþing 1926, um hvernig helst mundi komið í veg fyrir hin mörgu slys og er nú fyrst komið það skrið á málið, að heita má að alvara fylgi og miklu betri aðstaða fyrir okkur 5 nefndarmenn að halda ýmsu á lofti er um vankupn- áttu, glannaskap og skeytingarleysi ræðir, en meðan eg einn var að benda á eitt og annað, og tyggja hið sama upp hvað eftir annað, því eg tel það vist, að þeir sem í nefndinni sátu, munu ekki láta sita þar við, heldur fylgjast með ýmsu, í hinni nýmóðins sjómensku og láta til sín heyra þegar einhver fyrirbrigði koma fyrir, sem verður að halda á lofti öðrum til varnaðar. í 12 ár hafa menn sofið

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.