Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Síða 13

Ægir - 01.02.1926, Síða 13
ÆGIR 33 Skip eru nú flokkuð á fjögra ára fresti, og telur yfirskipaskoðunarmaður ríkisins hæfilegt að miða aldur skipa, sem keypt eru frá útlöndum, við 21 ár. Sjálfsagt er að setja reglur um skipasmíð innanlands. Ætlast nefndin til að farið verði eftir reglum í þessu efni, er gilda í nágranna- löndunum, en þó vandlega gætt þess, að taka til greina innlenda staðhætti í þessu efni, og kveðja til ráða kunnuga menn við samning þessara reglna. Sjálfsagt þykir nefndinni að leggja til, að lögskipað verði nú þegar, að rekakkerið skuli fylgja öllum skipum npdir 90 lestum. Margir telja fylstu þörf að hafa það i öll- um skipum. En reynzlan er eigi fengin urn, það, hvort áhald þetta er nothæft í togurum, og þykir því ekki vert að ákveða það að svo stöddu. Um farþegaflatning með skipum við strendur landsins. Nefndin er sammála aðalfundarnefndinni í því að setja beri ströng ákvæði um, að mótorskipum og öðrum smærri skipum sé eigi leyft að flytja eftir geðþótta eins marga farþega og rúm bátanna leyfir, á öllum tímum árs. Reyndar eru til ákvæði sem setja skorður við þessu í tilskipun um öryggi skipa og báta, en þau ákvæði hafa til þessa nær undantekningarlaust verið að vettugi virt. Nokkrir mótorbátar hafa farist með farþegum síðari árin, sem vér höfum eigi tök á í svipinn að greina, og oftsinnis hefir legið við stórtjóni vegna ófyrirgefanlegrar ofdyrfsku manna í þessu efni. Pö viljum vér ekki leggja til, að hinum stærri farþegaskipum sé gert að skildu að hafa eigi fleiri farþega með ströndum landsins, en komast í skipsbáta þeirra. Nefndin hyggur að erfitt yrði að fram- fylgja þessu ákvæði að svo stöddu, enda bendir löng undangengin reynzla eigi á verulega hættu í þessu efni. Hinsvegar leggur nefndin til að bannað sé að flytja farþega á öllum skipum minni en 30 rúm- lestir á tímabilinu frá 1. október til 1. maí, i ferðum við strendur landsins; innan- fjarðarsiglingar undanskildar. Skip sem eru í ferðum alt að 6 klukku- stundum og eigi geta rúmleysis vegna haft bát fyrir alla skipsverja, telur nefndin að megi flytja einn farþega á hverjar 5 rúmlestir. Að öðru Ieyti er nefndin á einu máli um, að eigi sé rýmkað á neinn hátt á gildandi ákvæðum í Tilskipun um öryggi skipa og báta. Nefndin leggur áherzlu á, að beitt sé ósleitilega sektarákvæðum, einkum að því er snertir brot gegn banni um að flytja farþega á vetrum, og taka fleiri farþega en lög leyfa. Nefndin hefir íhugað tillögur aðalfundar- nefndarinnar um hleðslumerki á skipum. Nefndin treystir sér ekki til að gera til- Iögu um, að hleðslumerki skuli sett á öll fiskiskip, sem ganga umhverfis landið, enda munu hleðslumerki á fiskiskipum hvergi tíðkast. Hinsvegar legur nefndin til, að eftirlits- mönnum skipa skuli skipað að hafa ríkt eftirlit í þessu efni, og sektarákvæðum beitt við alla þá, er gera sig þar að þarf- lausu bera um óforsvaranlega ofdyrfsku. Um veðurfrœðistöðvar og veðurspár. Nefndin leggur til að tekin verði til greina ósk forstjóra veðurfræðistofunnar um að veita til viðbótar 13500 krónur til veðurfræðistofunnar, og bendingar þær og framkvæmdir, sem um getur í brjefi for- stjórans til aðalfundarnefndarinnar. Nefnd- in leggur áherzlu á, að veðurskeyti fáist reglulega og fljótt frá þeim stöðum, er liggja betur við til að geta sér til um veður, en ýms hin stærri kauptún. Bendir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.