Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 15

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 15
ÆGIR 35 un fyrir þetta drengilega viðbragð og mikla ómak, vildi hvorki formaðurinn, hr. Jón Tómasson, né aðrir eigendur bátsins, neina borgun hafa. Fyrir þessa göfugu hjálpfýsi þeiira manna er hér voru að verki — og það er ekki í fyrsta sinn, að oss Grindvikingum hefir borist hjálp, þegar vér höfum komist i hann krappann i glímunni við vetrarsjó- inn — vil ég hérmeð, fyrir hönd formanna og háseta á skipum þeim, er hjálparinnar áttu að njóta í þetta sinn, færa formanni, skipshöfn og eigendum »Höfrungs« hug- heilar þakkir vor allra og óskum þeim alls velfarnaðar á sjó og landi, og jafn- skjótrar hjálpar og hér átti að veita, ef þeim kynni einhverntíma sjálfum að liggja á hjálp. St. í Reykjavík, 16. mars 1926. Gaðjón Einarsson, á Hliði í Grindavík. íslenzk sjóræningjasaga. „Dimmalætting" frá 12. des s. 1. byrtir eftirfarandi sögu, og segir að hún sé komin frá Grimsby, en ekki birtir blaðið frekari heimildir. Enskur togari var að fiskiveiðum við ís- land og gerði þá skyndilega þoku, svo að togarinn sá ekki til miða, en hélt samt áfram að fiska, þrátt fyrir það. Nokkru seinna birti dálítið til og sá þá togarinn, að hann var kominn í landhelgi, og var hálfa enska rnílu frá ströndinni, og jafnframt sá hann danska varðskipið liggj- andi þar skamt frá. Hafði það ekki treyst sér til að halda áfram vegna þokunnar og því varpað þarna akkeri. Togarinn var óðara tekinn og honum skip- að að fylgja varðskipinu til Reykjavíkur, en þegar þeir eru farnir af stað fyrir stundu, syrtir þokuna aftur, svo að togarinn hverfur sjónum varðskipsins og notar hann nú tæki- færið og sleppur í burtu, eh skipshöfnin af öðrum togara, sem líka var frá Grimsby, segir, að kallað hafi verið til þeirra úr þok- unni og þeim skipað að fylgjast með og halda sig nær varðskipinu, og röddin í þok- unni hafi bætt við: „Afturfalibyssu vorri er miðað á yður, svo að þér skuluð ekki gera neina tilraun til að breyta stefnu,“ og þorðu þeir því ekki annað en gegna og fylgja varðskipinu eftir í lítilli fjarlægð. Þegar komið var á Reykjavikurhöfn létti þokunni og komu þá yfirmenn varðskips- ins urn borð í togarann og brá þá heldur en ekki í brún, þegar þeir sáu að þetta var alt annað skip en það, sem þeir höfðu upp- haflega tekið, því þetta var skip, sem var að koma frá Englandi og hafði engan fisk innanborðs, og varð því gæzluskipið að sleppa því án þess einu sinni að hafa tækifæri til að veita honum áminningu, en sakborningurinn hélt heim til „Gamla Eng- lands“ með veiði sína og þóttist góður að sleppa. „Ég þorði ekki annað en að gegna og fylgja varðskipinu," sagði skipstjórinn á seinni tog- aranum brosandi, „þegar ég heyrði þennan ógurlega boðskap úr þokunni, að fallbyss- unum væri miðað á mig, tilbúnum að skjóta mig í kaf.“ Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, að saga þessi er tilbúningur frá rótum, enda er hvergi getið um varðmennina, sem altaf eru settir um borð í þau skip, sem tekin eru, og hafa þeir því líklega átt að fylgja með fyrri togaranum til Englands. Þrátt fyrir það hafa sum norsku blöðin tekið upp sögu þessa, svo mikið þykir þeim til hennar koma. K. B. ísflékssala. Janúar veiðifarir 32, sala sterlpd. 38,855 Febrúar — 34, — — 33,992 Mars — 9, — — 10,490 Sterlpd. 83,337 Skip þau sem stunduðu isfiskveiði í janúar og febrúar voru 30 og siðasti ís- fiskssöludagur var 18. mars.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.