Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 24
44 ÆGIR Slysfarir. Hinn 9. janúar 1926 fórst v.b. »Goða- foss« úr Vestmannaeyjum og druknuðu 5 menn. Sama dag sökk e.s. »Hartfell« frá Glas- gow nálægt Vestmannaeyjum og drukknuðu 5 menn (útlendingar). Hinn 3. marts druknuðu þrír menn af vélabátum, sem voru að fiski í Miðnessjó. Tók þá alla út, sinn af hverju skipi. Bát- arnir voru: »Ingólfur« og »Hrefna« frá Akranesi og »Guðrún« úr Hafnarfirði. Af »Guðrúnu« tók út tvo menn, en annar náð- ist altur. »Hrefna« misti einnig bátinn. Maðurinn, sem druknaði af »Ingólfi«, hét Óskar Þorgilsson úr Hafnarfirði, slýrim. bátsins, nærri 27 ára gamall. Eftir lifa ekkja hans og barn. Sá, sem druknaði af »Hrefnu«, hét Bergþór Árnason, af Akra- nesi. Þriðji maðurinn, sem druknaði, hét Jóhann Björnsson og var að norðan. Hann tók út af »Guðrúnu«. Laugardagskvöldið 6. marts fór v.b. »Eir« af ísafirði, ásamt öðrum bátum, frá Rvik út á veiðar. Gerði aftakaveður um nóttina og komust bátarnir við illan leik til hafna, allir nema »Eir«, sem fórst í veðrinu. Á bátnum fórust eftirtaldir 12 menn, er allir voru á besta aldri: 1. Magnús Friðriksson, skipstjóri, ísafirði; kvæntur; lætur eftir sig konu og 5 börn. 2. Guðmundur Jóhannsson, stýrimaður, Súgandafirði, ókvæntur. 3. Valdemar Ás- geirsson, vélstjóri, ísaf., kvæntur, lætur eftir sig konu og 4 börn. 4. Gísli Rórðarson, ísaf., kvæntur, lætur eftir sig konu og 4 börn. 5. Sigurður Bjarnason, ísaf., kvæntur, lætur eftir sig konu og 3 börn. 6. Bjarni Thorarensen, ísaf., ókvæntur. 7. Kristján Ásgeirsson, Bolungarvík, kvæntur, Iætur eftir sig konu og 2 börn. 8. Steindór, bróð- ir Kristjáns, Svarthamri í Álftaf., ókvænlur. 9. Forsteinn Rorkelsson, Bolungarvík, ó- kvæntur. 10. Magnús Jónsson, Súðavík, ó- kvæntur. 11. Ólafur Valgeirsson úr Árnes- hr. í Strandas., ókvæntur. 12. Magnús Magnússon, úr Árneshr. í Strandas., ókv. Á sunnudagsmorguninn 14. þ. m. varð annað slys, álíka hörmulegt, í Grindavik. Þann morgun fóru 5 skip á sjó þaðan. — Veður var gott, en veltibrim. Svo slysa- lega tókst til, að einu skipinu barst á, um hádegisbilið, í lendingu í Járngerðarstaða- vör. — 11 menn voru á bátnum; 8 fórust, en annað skip var þar skamt á eftir og náði þremur mönnum, en einn þeirra lézt á leið til lands; hinir 2 héldu lifi. — Pessir 9 menn fórust: 1. Guðjón Magnússon, formaður, Baldurs- haga, Grindavík, kvæntur, barnlaus, 32 ára. 2. Guðbrandur Jónsson, Nesi, Grindavík, tengdafaðir formannsins, 59 ára. 3. Hall- grímur Benediktsson, Kirkjubæjarklaustri, 22 ára, ókvæntur. 4. Guðmundur Sigurðs- son, Helli í Rangárvallas., 33 ára, ókv. 5. Lárus Jónsson, Hraungerði, Grindavík, 21 árs, ókvæntur. 6. Stefán Halldór Ei- ríksson, Hólmavík, 25. ára, ókvæntur. 7. Sveinn Ingvarsson, Holti, Grindavik, 28 ára, kvæntur og átti 1 barn. 8. Guðm. Guðmundsson úr Dalasýslu, kvæntur og átti 9 börn. 9. Erlendur Gíslason, Vik, Grindavík, 18 ára. — Þessir björguðust: Guðm. Kristjánsson, Grindavík, og Valde- mar Stefánsson, Langstöðum i Flóa. Þegar »Gulltoppur« var nú síðast í Eng- landi vildi það til, að Tómas Sigurðsson, til heimilis að Haga við Reykjavík, féll í skipakví og druknaði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.