Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 26

Ægir - 01.02.1926, Qupperneq 26
46 ÆGIR Var hún að vísu slutt og að mörgu leyti ónóg.enþar eð ekki var völ á annari bók á íslensku, þá varð að nota hana, en i tímum bætti ég hana upp með fyrirlestr- um. Til notkunar við eðlisfræðisnámið, fékk ég áhaldasafn Gagnfræðaskólans að láni, fyrir velvild skólameistarans. Ég vil geta þess að mér finst miður heppilegt, að nemendum sé eigi gjört að skilyrði að fá þrjá að meðaltaii í fyrstu þremur greinunum, sem er skrifleg. munn- leg og verkleg vélfræði, því reynslan varð sú, að nokkrir nemandanna flutu upp á íslensku, eðlisfræði og reikningi. Ennfrem- ur vildi ég leyfa mér að benda á að það mun eigi vera nema réttmæt krafa til nenr- enda þeirra, sem prófi Ijúka, að þeir verði fyrst fjóra mánuði sem aðrir vélagæslu- menn, áður en þeir fá skírteini sitt, sem þá fyrst gefi þeim réttindi til að gerast fyrstu vélagæðslumenn. Hér með fylgir yfirlit yfir prófverkefni, skrifleg, verkleg og munnleg. Jón Sigurðsson /rd Hrísetj. Fylgi8kjal. íslenskur stíl). »Hvaða höpp hafa íslandi hlotist af bifbátum«. í reikningi, voru valin þrjú dæmi úr reikningsbók Ólafs Daníelssonar. í Skriflegri vélfræði: 1. Gangsetning 2. Hirðing 3. Gangur fjórgengisvéla 4. Gang- ur tvígengisvéla. í munnlegri vélfræði: 1. Gangur fjór- gengisvéla, 2. Gangur tvígengisvéla og lýs- ing á Bullu og Bullu. 3. Gangur tvígengis Diselvéla. 4. gangur fjórgengis Diselvéla 5. Gangskiftanlegir Mótorar. 6. Botngrind, Sveifarás og Höfuðlegur. 7. Kambásinn og skifting ventilanna. 8. Hvernig er kraft- olían leidd inn í mótorinn »Eldsneytis- geymar« 9. Gangsetningartæki. 10. Gera mótorinn tilbúinn til gangs »gangsetning« 11. Vatnsdæla og austurdæla. 12. Kveiking með magneto eða Battarium. 13. Blönd- ungar. 14. Áburðartæki og áburðarolíur. 15. olíuleiðslan í ólagi. 16. Heit leg mót- orsins. 17. Samþrýsting loftsins í ólagi. 18. Mótorinn gengur óreglulega og hörð slög í mótornum. 19. Mótorinn skilar of litlum krafti. 20. Gangráðurinn, (Regulalor) 21. Glóðarhöfuð, glóðarpípur, sjálfkveikjur. 22. Gaslampar og hraðkveikjulampar. Próf tóku 20 menn. Námskeið. Að tilhlutun fiskifélagsdeildarinnar »Nep- túnus« á Norðfirði og í samráði við erind- reka Fiskifélags íslands, Hermann Þor- steinsson á Seyðisfirði, var námskeið í siglingafræði haldið á Norðfirði á yfir- standandi vetri, frá 15. nóv. til 16. jan., að báðum dögum meðtöldum. Kennari var Bjarni Jónsson frá Fáskrúðsfirði. Námskeiðið sóttu alls 12 nemendur. Einn varð að hælta námi 24. des., en 11 stunduðu nám allan tímann. 6 af nem- endunum gengu undir próf á Seyðisfiiði 11.—12. febrúar og stóðust allir prófið. Hinir 5 urðu að hverfa frá að ganga undir próf, sumir vegna þess, að þeir böfðu ekki fyllilega nægan siglingatíma, en sumir vegna þess, að þeir urðu að fara til skiprúms áður en prófið var haldið. Allir fengu þeir góðan vitnisburð kennara og öðlast rélt til formensku á vélbátum alt að 12 smálesta. Til Fiskifélags íslands Reykjavík.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.