Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Síða 27

Ægir - 01.02.1926, Síða 27
Æ G I R 47 Vélbátur sekkur. Togarinn Vlðir bjargar mönnunnm. Hinn 10. marsmán. fór vélarbáturinn Málmey héðan og suður til Grindavikur, til róðra þar. Þegar til Grindavíkur kom, var orðið þar svo brimið. að formaðurinn og eigandi bátsins, Gísli Gíslason. taldi teflt á mikla hættu með því að leggja inn á vikina, og sneii því frá. Var þá dagur að kvöldi kominn, og veður hið versta. Lögðu þeir til um nóttina og lágu undir áföll- um. Var og vél ekki í góðu lagi. Um morguninn komust þeir undir land, og lögðust þá við svo nefnda Kistu, hérna megin Reykjaness. En hinn 15. marsmán.' breytir um vindstöðu, og verður þá ekki haldist við þarna, og leggja þeir en á stað. Stöðvast þá vélin, og þeir missa eitthvað af seglum, en geta þó bjargað sér nokkuð á þeim. Hinn 16. marsmán. þeir ekki annað fangaráð, en að halda til lands, og eru staðráðnir í að sigia bátnum á land þar, sem iandtaka væri sæmileg. Því ekki sáu þeir annað fyrir, en báturinn mundi sökkva þá og þegar. Komust þeir upp undir Kalmannstjörn. En þá var þar svo gífurlegt brim að enginn möguleiki var á að sigla bátnum upp, en ekkert viðlit að bjargast á vélarlausum og segllitlum bát, þó út væri lagt að nýju. Þeir voru komnir fast upp undir brim- garðinn, og sáu hvernig umhorfs var. Létu þeir þá akkeri faila, höfðu áður mist annað og keðju, og gáfu síðan út keðju, auk kaðals. Festi báturinn sig og vildi þeim það til Jífs. Síðan seltu þeir upp nej'ðarflagg. Sást það úr landi. Og var skjótt brugðið við, og sent í síma, og bæjarstjóranum í Hafnarfirði gert aðvart. Hann fór þegar til togarans Víðis, og fékk hann til að fara á vettvang og reyna að bjarga bátnum ef unt væri. Var það auðsótt. Víðir fór suðureftir. Og þó mjög væri það torsótt, þá tókst honum, að leggja að bátnum og ná mönnunum. En eitthvað laskaðist báturinn, því sjór var hinn úfn- asti og stormur mikill, Þó lítil von væri um, að það lánaðist, að koma bátnum úr brimgarðinum, gerði Víðir þó tilraun til þess og reyndi að draga hann. En hann sökk eftir nokkurn tíma. Skipverjar voru fjórir, og gátu þeir bjargað ýmsu lauslegu úr bátnum. En á þilfari var nokkuð af kolum og trjávið. Það fór alt. Málmey var um 7 lonn á stærð, og vátrygð sæmilega. En alt óvátrygt, sem í bátnum var. Formaður bátsins, Gísli Gíslason, rómar það mjög, hve bæjarfógetinn í Hafnarfirði gekk vel fram í því, að fá einhverja til hjálpar þeim, og þá ekki síður hitt, hve skipstjórinn á Víðir, Magnús Kjærnested, og menn hans, gengu vel og rösklega fram í því að ná þeim. Mun hafa verið mjótt á mununum, að skipverjum yrði bjargað, því svo hefir frést að sunnan, að mjög stuttu eftir að þeir komust í Víðir, hafi verið orðinn einn samfeldur briíngarður þar sem báturinn var. Viðbót við togara landsins. 6. des. 1925: »Júpíter« G. K. 161, h.f. »BeIgaum«, smíðaður i Englandi (Bórar- inn Olgeirsson). 9. des. 1925: »Eiríkur rauði« R. E. 23, Geir og Th. Tliorsteinsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.