Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1926, Qupperneq 7

Ægir - 01.08.1926, Qupperneq 7
ÆGIR 147 ýmsar og stundum miklar breytingar, að minsta kosti er það víst um Garðsjóinn. Ur Flóanum var skroppið einn dag inn í Hafnarfjörð, til þess að athuga þar smá- fisk við landið, eins og hin árin. 500 skarkolar (Rödspætter) voru merkt- ii'; helmingnum var slept aftur í landhelgi inni í Garð- og Leirusjó, þar sem þeir voru veiddir, hinn helminginn var farið með norður á Svið og slept þar. Tilgangurinn var sem áður, að reyna að fá vitneskju um ferðir þessa fisks. Að kvöldi 27. júní var farið inn í Reykja- vík til þess að taka mag. Jespersen, sem þá var að koma heimanað og átti að taka við forustu síldarrannsóknanna. En áður en þær byrjuðu var farið inn i Hvalfjörð til þess að leita þar að fiskaseiðum. Var legið við Hvalejuú um nóttina og dregið þar á, og næsta morgun (30. júní) farið um allan fjörðinn, gerðar sjóvannsóknir o. fl. Veðrið var gott og fanst Dönum mikið til um fegurð fjarðarins, sem óefað má líka teljast með landsins fegurstu fjörðum — þegar vel liggur á veðrinu. Þegar við höfðum lokið okkur af i Hval- firði, datt okkur í hug að reyna, hvort nokkura hjörg væri að fá úr sjó frain undan gluggum Reykvíkinga og drógum þvi hotnvörpuna þrisvar, 1 klt. í senn, á svæðinu N. og V. af Engey, milli Hofsvík- ur og Gróttu og urðum vel varir, enda var botn góður og hvergi festur. Aflinn var 23 þorskar, 30 ýsur, 11 steinbítar, 18 smálúð- ur, 232 skarkolar, 278 sandkolar 2 þykkva- lúrur, 35 skrápflúrur, 3 tindaskötur og fá- einir aðrir fiskar. Fiskmergðin var svipnð hér og á landhelgissvæðinu suður í Flóan- um, fleira tiltölulega af þorski, smálúðu, skarkola og sandkola, færra af ýsu og skrápflúru, eins og sést, ef tölurnar eru hornar saman á báðum svæðunum. Flest af fiskinum var smátt, en margt þó góður matfiskur, einkum skarkolinn og ýsan, og þólti Dönum furða, að fiskimenn Reykjavíkur skyldu engin veiðarfæri eiga á þessum miðum, og ekki er ólíklegt, að eitthvað mætti fá þarna, ef alúð væri við það lögð, t. d. með kolanetum og lóð, sem vitja mætti um, um leið og lengra væri róið, eða þegar vitjað væri um hrogn- kelsanet. Eftir stutta dvöl við Akranes og í Suð- ur-Flóanum, var haldið norður á bóginn, 2. júlí, og urðu nú rannsóknirnar á hátt- um síldarinnar í hlutfalli við ástand sjáv- ins og næringu (,,átu“) aðalverkefnið. Voru þær einkum í því fólgnar, að valdar voru ákveðnar stöðvar (Stationer), þar sem hiti, selta og súrefnismagn sjávarins voru mæld, svifdýrum og svifjurtum náð með háfum, sem ýmist voru dregnir á eftir skipinu, eða (Nansens-háf) úr ýmsu dýpi og lokað svo og svo djúpt niðri, til þess að sjá á hvaða dýpi svifdýrin helzt héldu sig og svo reynt að veiða síld um leið, frá skipinu sjálfu, ýmist með reknetum, lagnetum, með síldar-hleravörpu (síldar- trawl), eða, ef svo stóð á, fengin síld hjá síldveiðaskipum, sem höfðu veitt síld rétt við rannsóknarstöðina, og magainnihald hennar o. fl. rannsakað. Fyrstu stöðvarn- ar af þessu tægi voru teknar fyrir sunnan og norðan „Jökulinn", (út af Stapa og úti fyrir Sandi) og var hleravarpan dregin á báðuin stöðum. Varpa þessi, sem, það eg frekast veit, hefir aldrei verið reynd fyrri hér við land, er af hollenzkri gerð og í ‘ flestu tilliti mjög lík vanalegri botnvörpu, nema hvað hún er öll léttari. Höfuðlínan er 90 ensk fet, og á henni miðri lítill hleri (ca. 50X50 cm.), sem vísar upp og lyftir henni, þegar varpan er dregin; riðillinn er 4 cm. alstaðar, nema í pokanum þar sem hann er aðeins 2 cm., og garnið nokkuð gildara en I snyrpinót. Hlerarnir eru 175X 82 cm. og fremur þunnir (ca. 5 cm. Hún var dregin á 100 m. löngum „hanafæti" og

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.