Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 9

Ægir - 01.08.1926, Síða 9
ÆGIR 149 Annars voru síldarrannsóknirnar aðal- atriðið fyrir norðurströndinni. Við tókum fjöldamargar stöðvar (alls ca. 250) í öllum » Norðurflóanum, milli Horns og Rifstanga, innan úr instu fjarðabotnum og út að 67. breiddarbaug og gerðum allar hinar áður nefndu rannsóknir: Sjávarhitinn var mæld- nr á öllu dýpi frá yfirborði niður á 490 m. °g var hann, eins og að líkindum ræður, æði breytilegur; en það sem var einkum athugavert var það, að fyrri hluta júlímán- aðar var hann yfirleitt mun hærri, en vant er á sama tíma, bæði í yfirborði og niðri á ýmsu dýpi; bar því meira á þessu sem aust- ar dró. Á svæðinu milli Skagagrunns og Sléttu var yfirborðshitinn 10—12°, 3—4° hærri en „normalt"; niðri á 200 m. var hann á—6°, og á 400 m. 4—5°. Þetta var svipað því sem vant er að vera á sömu dýpt við Suðurströnd landsins á sama tima. Á 400 » m. dýpi í Eyjafjarðarál var t. d. hitinn: 19. júlí 1924 i yfirb. 7,24° á 100 m. 5,06° - 200 — 4,16° - 300 — 2,84° - 400 — 0,55° 10. júlí 1926 í yfirb. 10,74° á 100 m. 5,81° - 200 — 5,03° - 300 — 4,91° - 400 — 4,62° og svipað var hlutfallið á öðrum stöðum; en eftir því sem leið á mánuðinn, breyttist ástandið smámsaman til hins vanalega, sjórinn kólnaði, og þegar við mældum aft- ur 20. júlí í álnum, var hitinn orðinn „nor- mal“. Ekki er að svo stöddu auðið að segja, hvernig á þessum mikla hita stóð, en vera má, að samanburöur á öllum athugununum skýri það síðar, en vist er það, að mikið > hitamagn hefir sjónum við norðurströndina aukist þetta skeið, og eflaust hefir það haft sín áhrif á alt líf þar í sjónum. Það var eins og hlýi sjórinn færðist austur á bóginn, því að seinast gekk sjónum að kólna við Sléttu og Langanes, og við norðanverða austur- ströndina, að Barðsneshorni, var hann nú orðinn ca. 2° heitari en vanalega, bæði við yfirborð og botn. Um sviflíf sjávarins er það helst að segja, að ógurleg mergð var víða, einkum úti fyr- ir Ströndum, af trjónukrabba-lirfum; oft sáust af þeim rastir, eins og strengir í sjónum, myndaðir af biljónum þessara agna, og ætti það að gefa góða von um mikið af þessum krabbategundum næstu árin; en þær eru þorskafæða. Mikil mergð var og af örsmáum vængjasniglum (Lima- cinci) hingað og þangað, en af góðri síldar- átu eða rauðátu (Calanus finnmarchicus og borealis) var yfirleitt fremur lítið, minna en stundum endranær um sama leyti — virtist mér. Um síldina sjálfa er það helst að segja, að hún gerði æði lítið vart við sig á þess- um tima, eins og kunnugt er orðið. Hún óð lítið uppi og veiddist lítið og var óhagstæð veðrátta þar ein orsökin og ef til vill „átu- leysið“ líka. Við fengum þó nóga síld til rannsókna. Allur þorrinn af henni var var vorgotsíld í sæmilegum holdum, en þó ekki nærri því eins feit og hún oft er um sama leyti. Fitumagnið í bolnum var nokk- uð misjafn, tíðast 18—23%, en stundum aðeins 8—13%. Lítið eitt var af „blóðsíld", þ. e. nýgotinni síld, og var hún eðlilega mögr- ust. Örfáar ógotnar síldir sáust innan um. í góðu samræmi við það sem sagt var um „átuna“ var það svo, að lítið var yfirleitt af rauðátu í síldinni, maginn sjaldan hálf- ur, hvað þá meira; aftur var stundum all- mikið af vængjasniglum (Krudtaat) í henni eða sandsílisseiðum (grænátu?), og er hvorugt vel fallið til þess að fita sildina. Trjónukrabba-lirfurnar, sem svo mikil var mergðin af í sjónum, virðist síldin ekki hirða um; þær sáust lítið í mögum hennar. Oft sáum við síld vaða uppi, en tíðast voru torfurnar smáar. Eitt sinn reyndum við, hve nærri mætti komast stórri torfu, sem við sáum skamt frá skipinu. Við hjeld-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.