Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 12

Ægir - 01.08.1926, Síða 12
sveimi í Reykjanesröst, er við fórum þar um, og annar mun hafa sést 9. ág. djúpt úti fyrir Seyðisfirði, af mótorbát úr Norðfirði; en fyrir Austurlandi er beinhákarl mjög sjaldsjeður. Eg mældi hitann í yfirborði sjávar á leið- inn heim, frá Breiðdalsvík að Garðskaga, 12.—14. ágúst; hann var: A Breiðdalsvík....... 6.5° Á Berufirði ........... 7,8° Við Papey.............. 6,7° Við Eystra-Horn .... 7,4° Undan Breiðamerk- urjökli ............ 10,9° Undan Brunasandi .. 10,9° Við Dyrhólaey ........ 11,5° Undan Þjórsárósi . . 11,6° Út af Grindavík .... 12,2° Við Garðskaga ........ 10,2° eða, eins og vant er, lægstur við sunnan- verða Austfirði og smáhækkaði svo að Reykjanesi. Meðan við dvöldum í Norðurflóanum, vorum við tíðast innan um eða i nánd við skipin, sem stunduðu síldveiðar frá.Norð- urlandi og fengum því ágætt tækifæri til þess að kynnast útliti þeirra og athöfn- um. Þeim fór sífjölgandi eftir því sem leið á júlí og hafa líklega öll verið kom- in um 25- júlí; en um tölu þeirra gat eg ekki l'engið neitt að vita nákvæmlega; lík- lega hafa þau verið hátt á 3. hundrað. 24. júlí töldum við um 117 skip á austanverðu Grímseyjarsundi, flest eða öll snyrpinótar- skip. Annars voru skipin tíðast í hópum á vissum svæðum, snyrpinótarskipin á Grímseyjarsundi, úti fyrir Fljótum og Al- menningum (á Fljótagrunni), inni á Skaga- firði, N. og V. af Skaga, allnærri landi og svo úti fyrir Ströndum, milli Reykjar- fjarðar og Dranga (þó voru nú engar veiðistöðvar í gangi á Ströndum), yfirleitt á grunnum sjó. Reknetaskipin voru eink- um úti fyrir Eyjafirði og annarsstaðar, þar sem djúp eða álar eru, og öft all-langt úti til hafs á 67.° breiddarbaug eða jafnvel lengra úti. Um skip þessi má segja, að þar var misjafn sauður í mörgu fé. Sum ný eða ný- leg, oft ljómandi falleg skip, gufuskip og mótorkúttarar, sum aftur þvert á móti gámlir ræflar, tæplega sjófærir á sumar- dag fyrir Norðurlandi, hvað þá í verra. Að reiða til voru þau svo að segja sitt með hverju móti, tiðast „kúttarar" eða gufu- skip, með vanalegri lóðaskipagerð, fáeinir sunnlenskir togarar og skonnortur, tví- eða þrímastraðar og engir nýgræðingar og stundum allskringilegar, vegna þess að í þær hafði verið holað mótor og ofan á þær tildrað brú, sem átti þar alls ekki heima. Stærðin var af öllu tægi, frá 10—20 smál. mótorbátum upp í togara og allstór flutningaskip, 3—400 smál. eða meira. Einstaka ,,Norðmaður“ hafði móttöku- tæki fyrir loftskeyti og aðeins togararnir fullkomin loftskeytatæki. Furðanlegust tilsýndar voru utanríkis- skipin, sem söltuðu utan landhelgis. Þau höfðu öll feikna mikinn tunnuhlaða, jafn- háann reykháfnum, eða nærri því, á aft- anverðu skipinu, og litu þau því helst út eins og sker eða drangar, séð langt að. En hvernig sem skipin litu út, þá sást alt- af, þegar þau voru að leita að síldinni — og í sumar var mikið leitað, siglt og leitað fram og aftur, út og inn — maður eða menn á verði, skimandi og rýnandi, með kíkirinn fyrir augunum eða kíkislausir í stýrishúsunum eða uppi á þeim, eða „höit paa Skansen“ þ. e. uppi á tunnu- kestinum, ef takast mætti að sjá síldar- torfu „vaða“. Fór mikill tími og eldsneyti í alla þessa síldarleit. Það mátti segja, að síldin léki reglulegan feluleik og léki á alla, hæði vísindamenn og fiskimenn. Eng- um datt í hug, að hún væri helst inni í afkymum, eins og Mjóafirði og Reyðar-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.