Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 21

Ægir - 01.08.1926, Síða 21
ÆGIR 161 eru í þeim alveg eins og fiskifélagsmeðlim- ir, þar sem svo stendur á. Þá eru mönnum og mjög kærkomnar verðlagsskýrslur og fleiri upplýsingar, sem stjórn Fiskifélagsins hefir látið í té glögg- ar og mjög reglubundið, einkum í seinni tíð. — Fyrir okkur erindrekana er þetta mjög þýðingarmikið, því ég hefi oft fund- ið til þess, og eins býst ég við, að hafi vex-- ið ineð starfsbræður mína, hve óþægilegt er þegar xitgerðarmenn og fiskimenn leita upplýsinga um slík efni, og vænta að sjálf- sögðu svo réttra úrlaiisna sem fáanlegar eru, að standa þá uppi ómegnugir að svara, Jieina, ef til vill eftir meira eða minna óá- byggilegum lausafregnum, sem ekki er vogantli að hafa eftir, — þar getur oft ver- ið um svo mikið verðmæti að ræða. Þessi upplýsingastarfsemi, er að minni hyggju ekki þýðingarlítið atriði á verk- sviði Fiskifélagsins, og mun hafa því meiri áhrif, sem lengur líður og menn læra hetur alment að notfæra sér hana. Vélbátaábyrgðarfélag það, sem ég mint- ist á í síðustu skýrslu, var formlega stofn- að á fundi í Hrísey 24. april s. 1. og lög þess rædd og samþykt. í ábyrgðarfélagið eru nú þegar innrit- aðir 46 vélbátar fyrir hátt á 4. hundrað þúsund krónur. — Endurtryggingarsamn- ingur er enn ekki undirskrifaður, en mun verða það xnjög fljótlega, gangi alt eins og til er stofnað, og fullar líkur eru til. Eg held að þessi félagsstofnun sé al- ment litin með velvilja og fullum skilningi á nauðsyn hennar nú orðið, og geri ég full- komlega ráð fyrir talsvert mörgum bátum í félagið til viðbótar. — Ekki er ósennilegt, ef samkomulag næst, að vélbátar Húsvík- inga og Flateyinga verði teknir inn á næsta vori, en sem stendur nær félags- svæðið einungis yfir Eyjafjörð með Ólafs- firði, þvi flestir bátaeigendur á Siglufirði töldu sig hafa svo góða og trygga höfn og bátalagi, að ekki væri knýjandi ástæða fyr- ir þá að ti’yggja háta sína. — Þetta er nú álitamál, en fullvís er ég þess, að gangi okkur ekki lakar að miklum mun, en reynsla undanfarandi 10 ára hefur sann- að, þá líður ekki langt um, áður en flestir eða allir bátar norðanlands verða komnir í félagið, verði sanngirni beitt, — en þá fyrst er hugsjón forgöngumannanna að fé- lagsstofnuninni komin í fulla framkvæmd. — Á núverandi félagssvæði eru heimilis- fastir samtals um 70 bátar (12 tn. og smærri), en að ekki eru fleiri komnir enn- þá í félagið, stafar í flestum tilfellum af því, að mönnum ægði í sumar við frekari greiðslum, þar sem horfurnar voru svo daiiurlegar, en að hinu leytinu vaninn við að hafa á hættunni orðinn svo ríkur, þó naumast sé bót mælandi. Á almennum fulltrúafundi i vor, til und- irbúnings þessari félagsstofnun, var ákveð- ið að safna öllum nýjum og eldri lóða- merkjum úr veiðistöðvunum, og lofaði ég samkvæmt beiðni fulltrúanna, að vinda úr þessu efni, og annast um prentun lóða- merkjaskrár á næsta vetri. Svo sem kunnugt er, kom fiskur snemma síðastliðið vor á Grimseyjarmið, enda sóttu allmargir bátar af Eyjafirði og Siglufirði auk Húsvíkinga þangað út til aflafanga. Þessum bátum gekk fremur vel að kalla má, en heyrt hefi ég að Gríms- eyingar hafi ekki verið neitt „upp með sér“ af heimsóknunum á miðin þeirra. Óvíst er hvað satt er í þessu, því Grímseyingar eru gestrisnir og góðir heim að sækja, og von- andi hefur þeim ekki verið sýndur yfir- gangur á neinn hátt. í fyrra vor var gerð lítilsháttar tilraun með þorskanet á þessum slóðum, með góð- um árangri, svo nokkrir gerðu samskonar tilraunir í vor, en þær misheppnuðust al- gerlega. Aftur á móti aflaðist allvel á línu og framan af á handfæri.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.