Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 22

Ægir - 01.08.1926, Síða 22
162 ÆGIJH Flestallir vélbátar voru tilbúnir til veiða um og upp úr miðjum mai, auk Grímseyj- arfaranna, en alment byrjuðu róðrar ekki fyr en fyrstu daga júnímánaðar. — Afli á vélbáta er sæmilega nær meðallagi, þó ærið misjafn og naumast verður sagt, að nokk- urntima hafi verið verulegur kraftur i afla- brögðunum, og einkum munu fiskur hafa verið jafnsmærri nú, en oft áður á sama tíma. — Um árabáta gildir alveg hið sama, nema hvað afli þeirra er ennþá mun rírari en í fyrra. — Seinni part júlí hefur fisk- afli verið fremur óverulegur, en síðustu dagana virðist vera að lifna yfir veiðunum, þar sem ég hefi til spurt. Má vera að nokkru valdi þar um ,að nú er rýmra á fiskimið- unum en framan af, því fjöldi báta, sem þorskveiðar stunduðu, eru nú komnir á reknetaveiðar fyrir síld. — Hingað til, hafa síldveiðarnar gengið mjög tregt, en um þau mál fær Fiskifélagið tíðar og glöggar skýrsl- ur frá réttum hlutaðeigendum svo þýðing- arlaust er að fjölyrða um það hér. Mjög eru menn áhyggjufullir yfir sölu- horfum á fiski, og ætla ég að enn sé ekki selt neitt er nokkru nemi, munu menn bíða í lengstu lög, nema neyð þrýsti að þeim. — Samkvæmt ósk Fiskifélagsins dreifði ég á sínum tíma umburðarbréfi út af auglýs- ingum handa „Ægi“ meðal þeirra, sem lík- legastir þóttu til að auglýsa í fiskiveiða- ritinu. Þá hefi ég látið festa upp á helstu stöð- um Stjórnarvaldaauglýsingu um að veiði- skipin vanræki ekki að sýna þjóðernis- merki til glöggvunar og hægðarauka fyrir varðskipin við landhelgisgæsluna. Svalbarðseyri 6. ágúst 1926. Páll Halldórsson. Aðalfundur Rauða krossins var haldinn mánud. 21. júní í Kaupþings- salnum. Var fundarstjóri kosinn Sveinbj. Egilson, en ritari Guðm. Thoroddsen. 1. Reikningur aðalstjórnar fyrir árið 1925 voru lagðir fram og voru þeir samþyktir í einu hljóði. Áður en reikningarnir voru lagðir fram, skýrði forseti Sveinn Björns- son, stuttlega frá störfum félagsins undan- farið, og verður síðar minst á þau störf. 2. 4 aðalstjórnarmennirnir gengu úr stjórninni eftir hlutkesti. Voru þeir allir endurkosnir, nema Sveinn Björnsson, sem ekki gat tekið endurkosningu, vegna vænt- anlegrar burtfarar úr landi á næstunni. Var í hans stað kosinn Matthías Einarsson læknir. 3. Endurskoðendur voru kosnir Guðm. Loftsson og Rich. Torfason. Að lokum voru rædd ýms mál er félag- ið varða. Aður en fundi var slitið, þakkaði Gunnl. Claessen forseta fyrir störf hans umliðið ár, og tóku fundarmenn undir það með því að standa upp. Formaður félagsins i stað hr. Sveins Björnssonar er Gunnlaugur Claessen læknir. Síldveiði við Stokkseyri. Dagana 10. og 11. ágúst aflaði vélbátur „Silla“ um 80 tunnur af sild í reknet. Síld- in var mjög feit og besta útflutningsvara. Var nokkur hluti hennar Iátinn í íshús og frystur til beitu en nokkuð saltað i tunnur. Jón hafsögumaður Sturlaugsson reið hér á vaðið sem oftar og hefur sýnt fram á, að ná má í síld á þessum slóðum, og mun það lítt athugað áður. Það sem hann seldi upp úr bát fór fyrir 20 kr. strokkurinn. Án efa gefa menn sildinni meiri gaum fram- vegis í veiðistöðum eystra en gjört hefur verið hingað til.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.