Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 24

Ægir - 01.08.1926, Síða 24
164 ÆGIR Útflutningur ísl. afurða í júlí. Skýrsla frá Gengisnefndinni. Fiskur verkaður 4030750 kg. 1972450 kr. Fiskur óverkaður 185730 — 43880 — Lax 8015 — 13050 — Síld 12186 tn. 352300 — Lýsi 250378 kg. 108360 — Sildarolía 281110 — 110850 — Fiskimjöl 520280 — 124050 — Sundmagi 7474 — 11340 — Hrogn 40 tn. 1125 — Dúnn 50 kg. 2000 — Hestar 135 lals 23525 — Saltkjöt 34 tn. 4550 — Skinn sútuð & hert 759 kg. 8510 — UU 133472 — 274960 — Samtals kr. 3050950 kr. ( í seðlakrónum 20210190 | í gullkrónum 16509650 Jan.—júlí 1925 í seðlakrónum 31231664 I gullkrónum 20788130 Fylla er nú komin aftur á sín gömlu mið, hafn- irnar í Reykjavík og Hafnarfirði, eftir að hún er húin að vera mikinn hluta sum- arsins við snúninga með hermálaráðherra Dana við Færeyjar, Jan Mayen og víðar. Eitt af þeim atriðum, sem hermálaráð- herrann þóttist vera að athuga var land- helgisgæslan hér við land, og mun þar vera átt við gæslu dönsku varðskipanna, og eftir því samtali, sem blöðin hafa liirt eftir honum, er ekki að sjá annað en að honum hafi fundist það „yfrið gott“. Má þó gera ráð fyrir að hann hafi athugað dagbækur dönsku varðskipanna, og séð á þeim, hve mikið af tímanum fer til gæsl- unnar og hve mikið er eytt á höfnum inni. En það hefir lengi þótt brenna við — og það með réttu — að dönsku gæsluskipin hafi legið helst til mikið á höfnum inni, — þó hefir þetta verið mjög misjafnt og virðist fara eftir áhuga og skaplyndi for- ing'ja skipanna. Má það vera merkilegt ef að hermála- ráðherra hefir ekki orðið var við óánægju út af hafnarlegum dönsku skipanna, því svo aðeins gera skipin gagn, að þau séu á hafi úti, en liggji ekki þar sem hægt er að gera botnvörpungum aðvart um dval- arstaðar þeirra, en það er óskiljanlegt að gæsluskipin þurfi að eyða meiri tíma á höfnum inni en fiskiskipin, sem koma vanalega ekki nema einu sinni í höfn á 10—14 daga bili og stoppa þar ekki nema nokkra klukkutíma, meðan þau eru að taka sér forða (matvæli, eldsneyti) í næstu ferð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.