Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Síða 25

Ægir - 01.08.1926, Síða 25
ÆGI R 165 Þessar hafnarlegur dönsku skipanna er að því leyti hættulegar, að líklegt er þegar fram í sækir að íslenzku gæsluskip- in fari að taka sér þau til fyrirnryndar og höguðu sér eins og þeir sjá þau gera, og látið er óátalið, því okkur er svo gjarnt til að ,,dependera“ af þeim dönsku. Af íslendinga hálfu taka fimm skip þátt i gæslunni, eru það auk vopnuðu skip- auna ,,Þórs“ og ,,Óðins“ þrír mótorhátar. Kr. Bergsson. Aðvörunarmerki (Stormmerki). Gömlu fólki hættir við að hrósa öllu, sem við har í ungdæmi þess, og lasta þær breytingar, sem verða á ýmsu, er árin liða. Eldri menn fullyrða nú, að fiskimenn séu ekki eins veðurglöggir og þeir voru fyrr á timum og þessi eiginleiki manna hafi smám saman minkað, og eftir því ættu menn fyrr á öldum að hafa verið mjög veðurglöggir, þegar hver kvnslóð af ann- ari Ieggur þann dóm á forfeðurna, að þeir hafi verið miklu meiri menn en þeir, sem uppi eru þá og þá. Hafi þetta verið og sé þetta svo, þá eru hinar miklu drukknanir fyrr á tímum litt skiljanlegar, en eftir ár- bókum að dæma og því, sem þar er skráð er ekki að sjá, að fiskimenn hafi verið veðurglöggari, en þeir, sem uppi eru nú. Þegar mikli mannskaðinn varð hinn 7. janúar 1884 í hinu svonefnda Hoffmanns- veðri, reru á hákarlaveiðar 1 skip af Álfta- nesi, 2 af Akransei og 1 úr Hvalfirði og og fórust; drukknuðu þar 31 maður. A Álftanesskipinu var úrval manna og meðal þeirra tveir bræður. Ein kona var þar þó, sem leist ekki á úllitið, þótt hinum reyndu formönnum, sem með skipinu fóru í þetta sinni, þætti ekkert athugavert við það. Var það Elín gamla á Báruhaugseyri, móðir bræðranna. Þriðji bróðirinn, þá unglingur, ætlaði einnig með skipinu og var komin i sjófötin, en þá gekk gamla konan niður í fjöruna og sagði honum að koma heim, það væri nóg fyrir sig að missa tvo syni sína í sjóinn, þótt hann færi ekki einnig. Pilturinn hlýddi móður sinn og lifði fjölda mörg ár eftir það. Samkvæmt lögmáli nátt- úrunnar taka hinir yngri menn við, þegar hinir gömlu geta eigi að staðið og vill þá fara eins og náttúrlegt er, að þeir séu á- ræðnari en þeir gömlu og rói hvernig sem útlit er. Vélar eru komnar í báta í stað ára og segla, á þær er treyst og það helst til of mikið. Rói einn í slæmu útliti, fylgja aðrir á eftir, enginn vill láta segja um sig, að hann þori ekki á sjó, gætnir og reyndir formenn, sem ef til vill hefðu setið í landi vegna útlits, feta þar i sama sporið, oft nauðugir. Þetta kapp veldur stórtjónun- um, sem því miður verða oft á sjó. Drukknanir hér við land eru miklu fleiri en í öðrum löndum, borið saman við mannfjölda, og mest eru það menn á besta aldri, hraustir og djarfir menn, sem má kalla kjarna þeirra, sem fiskiveiðar stunda, sem farast. Við verðum ávalt að muna það.hve mannfá þjóð okkar er. Allir þekkja höfuðstað Danmerkur, Kaup- mannahöfn. Eitt úthverfi Kaupmanna- hafnar er nefnt Frederiksberg. I því er jafnmargt fólk og er á öllu íslandi. Ættu íbúar í þessu úthverfi von á því á hverju ári, að 50—55 hraustir menn á besta aldri létu lífið af slysum og framundan væri eigi annað að sjá, en að það mannfall hékli áfram, þá mundi mönnum ofbjóða, en hér er litið hugsað um slíkt. Ár frá ári er þess getið i blöðum að drukknanir hafi orðið svo og svo margar og það nefnt mikil blóðtaka. Almenningur les þessar skýrslur, sem aðeins sýna tölu þeirra, sem farist hafa, en benda ekki á afleiðingar þær, sem stafa af því þegar fyrirvinna fellur frá

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.