Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1926, Blaðsíða 17
ÆGIR 229 skjöldu, og tekið með sæmd að sér verkefni, sem sjómannastéttin sjálf og velunnarar hennar hefðu fyrir löngu átt að inna af heridi, cn hefðu vafalaust látið ógert um langan tíma. Fyrir þetta eiga sjómenn, öðr- um stéttum fremur, Hjálpræðishernum á ísafirði stóra þakkarskuld að gjalda. Hjálpræðisherinn hefir nú haldið sam- komur sínar hér í bæ í 30 ár; stundum viku- lega.Ekki er nema rétt að láta þess getið, að sjómenn eins og aðrir, hafa mjög fáir getað samþýðst trúboðsskoðun hans og vakningastarfsemi. En undarlegt má það vera, ef margir þeirra hafa eigi orðið fyrir þeirri vakningu, sem styrkt hefir siðferðis- þrek þeirra og sómatilfinningu. Margir breyskir drengir, og ærið óstýri- látir, hafa gist herinn á þessurn árum, og eigi síst nú í tíð hr. G. J. Arskógs. Hefir oft þurft á þolinmæði að halda við slíka menn. öllum þessum mönnum hefir verið sýnd mikil mannúð, og oft undravert umburðar- lyndi, sem skvlt er að meta og þakka. Ærið margir slikir menn hefðu oft og einatt hvergi haft athvarf nema á götunni, ef her- inn hefði eigi veitt þeim húsaskjól. Ég hefi hér aðeins drepið á stærstu atr- iðin í því, sem Hjálpræðisherinn hefir hér gert fvrir sjómannastéttina, og þó með fá- um og ófullkomnum orðum. En það, sem, hann hefir gert fyrir einstaka sjómenn, verður eigi talið né vegið, en geymist þess betur í þakklátri endurminning viðkom- enda og sælli meðvitund starfsmanna hers- ins um vel unnið verk. Kr. ./. Grænlandsveiðarnar 1926 Heldersleiðangurinn. Eins og lesendur Ægis muna, var getið uni það hér i blaðinu, að Norðmenu og Eng- lendingar hefðu í samlögum útgerð við Grænland í sumar á stóru skipi ca 5000 smálesta. Var það Hellyer í Hull (þeir sem hafa útgerð í Hafnarfirði) sem kostuðu útgerð þessa að mestu leyti. Skipð sem notað var til að fiska frá, hét „Helder“, en mestöll skipshöfnin var norsk. Skipið kom á fiskimiðin við Grænland seinni hluta júlímánaðar og kemur til Eng- lands aftur um miðjan október. ,,Söndmörsposten“ hefir átt samtal við skipstjórann á „Helder", Elias Stokke, þegar hann kom heim og birtum vér það samtal hér: „Þetta var rnikil útgerð segir Elias Stokke, við höfðum 24 dorýur til að fiska með og auk þess nokkrar til vara, á hverri dorýu voru 4 menn, en af þeirn voru að jafnaði 2 um borð til að beita lóðirnar, gera að fiskinum o. s. frv. Hvað fiskuðu þið mikið? Með 10 botnvörpungum sendum við 600 smálestir af lúðu til Hull yfir sumarið, auk þess voru eftir í „Helder“, þegar hún fór heim, 360 smál. af lúðu og 300 smálestir af saltfiski (þorski). Við hefðum liklega getað fiskað meira, en ýmsar hindranir drógu nokkuð úr því, að svo gæti orðið. Hvar fiskuðu þið helzt? Á Banangrunninu, litla og stóra Heilag- fiskigrunninu og Viktoriugrunninu. Og var alstaðar fiskur? Það get ég eiginlega ekki sagt, framan af var veiðin mjög misjöfn; suma dagana

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.